Sérfræðingar með sautján tillögur að úrbótum hjá Seðlabankanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 14:29 Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann, sem var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum, og Pentti Hakkarainen sem var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins Þrír erlendir sérfræðingar sem skipuðu úttektarnefnd að beiðni forsætisráðherra hafa skilað sautján tillögum að úrbótum hjá Seðlabanka Íslands er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Nefndin telur ástæðu til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem fékk þrjá óháða sérfræðinga til að gera úttekt á því hvernig Seðlabankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Á vef ráðuneytisins segir að í hnotskurn sé það niðurstaða úttektarnefndarinnar að sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi verið hrundið í framkvæmd hratt og af skilvirkni. „Samruni stofnana sé þó langtímaverkefni. Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með hætti sem er ekki síðri en viðbrögð seðlabanka í Evrópu og N-Ameríku. Þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum.“ Hins vegar bendi nefndin á að nýja nefndaskipan þurfi að meta í ljósi reynslunnar og ástæða sé til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. „Þá er bent á að hin miðstýrða stjórnskipan bankans sem hafi orðið fyrir valinu hafi stuðlað að skilvirkri framkvæmd sameiningarinnar en álitamál sé hvernig hún reynist til lengdar.“ Í skýrslunni er að finna 17 tillögur nefndarinnar er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Flestar tillagnanna eru til úrvinnslu fyrir Seðlabankann en nokkrar þeirra snúa að mögulegum lagabreytingum. Úttektarnefndin var skipuð í maí í fyrra á grundvelli 36. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Auk fyrrnefndra verkefna var nefndinni ætlað að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndina voru valin Patrick Honohan, Joanne Kellermann og Pentti Hakkarainen. Patrick Honohan er fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum og Pentti Hakkarainen var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins. Skýrsluna á ensku og íslenskan úrdrátt má sjá að neðan. Tengd skjöl Skýrslan_á_enskuPDF413KBSækja skjal Skýrsla_um_Seðlabanka_-_formáli_og_samantektPDF33KBSækja skjal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem fékk þrjá óháða sérfræðinga til að gera úttekt á því hvernig Seðlabankanum hefði tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Á vef ráðuneytisins segir að í hnotskurn sé það niðurstaða úttektarnefndarinnar að sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi verið hrundið í framkvæmd hratt og af skilvirkni. „Samruni stofnana sé þó langtímaverkefni. Seðlabankinn hafi brugðist við vaxandi verðbólgu með hætti sem er ekki síðri en viðbrögð seðlabanka í Evrópu og N-Ameríku. Þjóðhagsvarúðartækjum hafi verið beitt til þess að varðveita fjármálastöðugleika og eftirlit hafi verið framkvæmt eftir reyndum ferlum.“ Hins vegar bendi nefndin á að nýja nefndaskipan þurfi að meta í ljósi reynslunnar og ástæða sé til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. „Þá er bent á að hin miðstýrða stjórnskipan bankans sem hafi orðið fyrir valinu hafi stuðlað að skilvirkri framkvæmd sameiningarinnar en álitamál sé hvernig hún reynist til lengdar.“ Í skýrslunni er að finna 17 tillögur nefndarinnar er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Flestar tillagnanna eru til úrvinnslu fyrir Seðlabankann en nokkrar þeirra snúa að mögulegum lagabreytingum. Úttektarnefndin var skipuð í maí í fyrra á grundvelli 36. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Auk fyrrnefndra verkefna var nefndinni ætlað að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Í nefndina voru valin Patrick Honohan, Joanne Kellermann og Pentti Hakkarainen. Patrick Honohan er fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Írlands, Joanne Kellermann var um skeið stjórnarmaður í hollenska seðlabankanum og Pentti Hakkarainen var um um árabil varaseðlabankastjóri Finnlandsbanka og formaður stjórnar finnska fjármálaeftirlitsins. Skýrsluna á ensku og íslenskan úrdrátt má sjá að neðan. Tengd skjöl Skýrslan_á_enskuPDF413KBSækja skjal Skýrsla_um_Seðlabanka_-_formáli_og_samantektPDF33KBSækja skjal
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira