Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 23:19 Andrew Tate og bróðir hans, Tristan Tate, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um mansal og nauðgun. EPA/CRISTEL Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum.
Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45