Fjölskylduvænar breytingar í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2023 08:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun