Fótbolti

Willum á skotskónum í Hollandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Willum skorar hér mark sitt í kvöld.
Willum skorar hér mark sitt í kvöld. Vísir/Getty

Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles sem tapaði 4-1 gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mark Willums kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Go Ahead Eagles tók á móti AZ Alkmaar á heimavelli sínum í Denventer í dag en Willum gekk til liðs við Go Ahead Eagles í sumar eftir að hafa leikið með BATE Boresov síðustu ár.

Fyrir leikinn í dag voru Go Ahead Eagles í 10.sæti deildarinnar en Alkmaar var í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Feyenoord.

Gestirnir í Alkmaar komust í 1-0 á 37.mínútu þegar Vangelis Pavlidis skoraði og Djordje Mihailovic skoraði annað mark liðsins á 57.mínútu.

Staðan var 2-0 þar til á 87.mínútu en þá komu þrjú mörk á skömmum tíma. Yukinara Sugawara kom Alkmaar í 3-0, Willum Þór minnkaði síðan muninn úr vítaspyrnu á annarri mínútu uppbótartíma og Zico Buurmeester batt endahnútinn á 4-1 sigur Alkmaar með marki í blálokin.

Mark Willums er fjórða mark hans í hollensku deildinni. Go Ahead Eagles er áfram í 10.sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en tiltölulega stutt er niður í liðin þar fyrir neðan. Alkmaar tyllir sér hins vegar á topp deilarinnar um stundarsakir að minnsta kosti en Feyenoord gæti náð efsta sætinu á ný vinni þeir gegn Herenveen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×