Viðskipti innlent

Ólafur Darri og fé­lagar stofna fram­leiðslu­fyrir­tæki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vinstri til hægri: Birkir Blær Ingólfsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Hörður Rúnarsson.
Frá vinstri til hægri: Birkir Blær Ingólfsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Hörður Rúnarsson.

Nýtt íslenskt framleiðslufyrirtæki sem ætlar sér að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað hefir tryggt sér fjármögnun innlendra sem erlendra fjárfesta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hinu nýstofnaða framleiðslufyrirtæki, sem heitið ACT4. Að félaginu standa Ólafur Darri Ólafsson leikari, Hörður Rúnarsson, framleiðandi og höfundur, Jónas Margeir Ingólfsson, höfundur og lögfræðingur og Birkir Blær Ingólfsson höfundur.

Nýstofnaða framleiðslufyrirtækið ACT4 hefur tryggt sér fjármögnun frá hópi innlendra og erlendra fjárfesta. Fjármögnunin tryggir félaginu rekstrargrundvöll til næstu ára sem verður nýttur til að þróa og fjármagna framleiðslu á vönduðu íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað, segir í tilkynningu ACT4.

Þar segir einnig að stofnendurnir fjórir hafi átt farsælan feril og hið nýja framleiðslufyrirtæki muni einbeita sér að þróun og fjármögnun framleiðslu á vönduðu íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað. Innan félagsins séu mörg spennandi verkefni sem kynnt verði á næstu vikum.

„Mér er sönn ánægja að tilkynna um stofnun og fjármögnun ACT4. Við ætlum okkur að framleiða vandað íslenskt sjónvarpsefni til sýningar hér og erlendis. Okkur er mjög umhugað að vanda til verka, leitast við að ná fram gæðum og fagmennsku, bæði á skjánum og innan þeirra verkefna sem við tökum að okkur,“ er haft eftir Ólafi Darra í tilkynningunni, sem birtist fyrst í bandaríska bransamiðlinum Variety.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×