Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2023 21:00 Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir var einn þeirra sem hélt erindi á Læknadögum í dag. Vísir/Ívar Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30