Handbolti

„Einstök stemning og orka sem Íslendingar búa til í stúkunni“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Már elskar að spila fyrir íslenska landsliðið.
Bjarki Már elskar að spila fyrir íslenska landsliðið. vísir/vilhelm

„Þetta er með þeim bestu,“ segir Bjarki Már Elísson um stemninguna í Kristianstad Arena sem var algjörlega mögnuð í fyrsta leik strákanna á HM. Hún verður enn betri í kvöld enda fleiri komnir á svæðið.

„Það er eiginlega sama hvort það séu 100 Íslendingar í stúkunni eða 1.500. Það er einhver stemning og orka sem Íslendingar ná að búa til. Ég hef ekki séð frá mörgum öðrum þjóðum. Þetta var ógeðslega gaman.“

Bjarki segir að það hafi óneitanlega verið léttir að vinna fyrsta leikinn svo framhaldið verði þægilegra.

„Við vissum að þetta yrði ógeðslega erfitt. Mikill léttir að taka stigin og nú er annar úrslitaleikur fram undan. Ungverjaleikurinn verður mjög erfiður en við erum með sjálfstraust, skrekkurinn er farinn og erum með höllina með okkur.“

Klippa: Bjarki hrósar íslensku áhorfendunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×