Handbolti

Myndasyrpa: Hart barist í fótboltanum á æfingu landsliðsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Janus Daði í baráttunni við Hákon Daða í fótboltanum. 
Janus Daði í baráttunni við Hákon Daða í fótboltanum.  Vísir/vilhelm

Íslenska landsliðið í handbolta æfði í Kristianstad Arena í dag. Fyrir æfinguna hélt Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fund í miðjuhringnum og svo var farið beint í fótbolta.

Eins og alltaf, yngri gegn þeim eldri og alltaf hart barist.

Liðið vann Portúgal í fyrsta leik í gærkvöldi, 30-26, og mæta strákarnir Ungverjum annað kvöld í höllinni hér í Svíþjóð.

Hér að neðan má sjá myndir frá æfingu landsliðsins sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók.

Höllin í Kristinastad er orðinn heimavöllur Íslands á þessu móti.Vísir/vilhelm
Algjör gryfja.Vísir/vilhelm
Guðmundur Guðmundsson gaf kost á viðtölum fyrir æfinguna. Vísir/vilhelm
Viktor Gísli með sína sérhönnuðu olnbogahlíf frá Össurri.Vísir/vilhelm
Elliði þarf sitt teip.Vísir/vilhelm
Gunnar Magnússon, Guðmundur Guðmundsson og Ágúst Jóhannsson fara hér yfir klippur fyrir æfinguna. 
Guðmundur hélt fund fyrir æfinguna. 
Janus og Aron á skokkinu fyrir æfinguna. 
Alltaf létt stemning á æfingunum. Vísir/vilhelm
Mikil einbeiting á mönnum þegar Guðmundur ávarpar hópinn. 
Elvar Örn var stórkostlegur í vörninni gegn Portúgal. Vísir/vilhelm
Ómar Ingi var í meðhöndlun fyrir æfinguna. Vísir/vilhelm
Gísli Þorgeir virðist vera lykilleikmaður yngra liðsins í fótboltanum.Vísir/vilhelm
Tveir léttir og tveir reynsluboltar. Vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×