Nýtt trend: Í tísku að vinna ekki umfram það sem greitt er fyrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. janúar 2023 07:01 Kannanir erlendis sýna að starfsfólk er í vaxandi mæli að velja að vera quiet quitters, sem þýðir starfsfólk sem vinnur ekkert umfram það sem greitt er fyrir. Þetta nýja trend er er að sýna sig bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og þá helst einkennandi hjá fólki sem er 35 ára og yngra. Þetta er þá sá hópur fólks sem fer heim á mínútunni, óháð því hvort enn sé eitthvað óklárað í vinnunni, vinnur ekki utan vinnutíma né heldur sinnir verkefnum ekki eru tilgreind í starfslýsingu. Lítur á vinnuna sem aukaatriði. Lífið sem aðalatriði. Vísir/Getty „Quiet quitting“ er orðatiltæki á ensku sem um þessar mundir er sífellt oftar að dúkka upp í umræðunni erlendis. Það sem „quiet quitting“ þýðir snýst samt ekkert um að við séum að hætta á einhvern þögulan hátt í vinnunni okkar. Nei þvert á móti snýst þetta um að halda áfram að vinna. En þó ekkert umfram það sem greitt er fyrir. Sem hljómar kannski skringilega. Enda okkar fyrsta hugsun að vinnan okkar snúist ekki um neitt annað en það sem við fáum greitt fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er mjög algengt í starfi að við gerum eitthvað aðeins meira en það sem hlutverkið okkar segir til um. Sem hingað til hefur eflaust gert marga að framúrskarandi starfsmönnum. Sem hlaupa í öll verk. Ráðast í það sem gera þarf. Sýna frumkvæði og gera meira en væntingar standa til um. Klára það sem klára þarf þótt vinnutíma sé formlega lokið eða hádegishléið byrjað og svo framvegis. Svo ekki sé talað um að svara tölvupóstum eða skilaboðum utan vinnu. Eða vinna aðeins í tölvunni heima á kvöldin. Þá eru ótalin verkefni sem tengjast félagshlutanum eða tengslanetinu. Til dæmis að undirbúa einhverja gleði, halda utan um afmæli samstarfsfélaga, mæta í boð til viðskiptavina eða aðra viðburði til að efla tengslanetið. Enn eitt atriðið væri að tala um tiltekt í vinnunni. Uppþvottavélin eða óhreina tauið í vaskinum. Þetta trend er sagt vera sýna sig í vaxandi mæli bæði vestanhafs og í Evrópu. Ekki síst hjá yngri kynslóðum. Til dæmis hafa kannanir Gallup í Bandaríkjunum sýnt að hlutfallslega mælist fólk sem er 35 ára og yngri á vinnumarkaði fjölmennasti hópurinn sem velur að vinna ekkert umfram starfslýsingu (eru quiet quitters). Sem aftur þýðir að helgunin þeirra er minni gagnvart starfinu og vinnuveitendanum. Eitthvað sem gerir marga vinnuveitenda áhyggjufulla. Því samkvæmt þessu er sá hópur að stækka á vinnumarkaði sem lítur á vinnuna sem aukaatriði en lífið sjálft sem aðalatriðið. Sumir vilja meina að þetta sé í sú þróun sem vinnumarkaðurinn þarf að búa sig undir að verði í vaxandi mæli. Að ný kynslóð starfsmanna muni ekki sinna lengur öllum þeim ósýnilegu eða óumsömdu hlutverkum og verkefnum í vinnunni sem eldri kynslóðir hafa hingað til sinnt. Þótt það sjálfsagt og jafnvel haft ástríðu fyrir því að leggja sig svona mikið fram í vinnunni. Meira um quiet quitters og þá þróun sem er að sýna sig sem þetta nýja trend, má til dæmis lesa um HÉR. Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Nei þvert á móti snýst þetta um að halda áfram að vinna. En þó ekkert umfram það sem greitt er fyrir. Sem hljómar kannski skringilega. Enda okkar fyrsta hugsun að vinnan okkar snúist ekki um neitt annað en það sem við fáum greitt fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er mjög algengt í starfi að við gerum eitthvað aðeins meira en það sem hlutverkið okkar segir til um. Sem hingað til hefur eflaust gert marga að framúrskarandi starfsmönnum. Sem hlaupa í öll verk. Ráðast í það sem gera þarf. Sýna frumkvæði og gera meira en væntingar standa til um. Klára það sem klára þarf þótt vinnutíma sé formlega lokið eða hádegishléið byrjað og svo framvegis. Svo ekki sé talað um að svara tölvupóstum eða skilaboðum utan vinnu. Eða vinna aðeins í tölvunni heima á kvöldin. Þá eru ótalin verkefni sem tengjast félagshlutanum eða tengslanetinu. Til dæmis að undirbúa einhverja gleði, halda utan um afmæli samstarfsfélaga, mæta í boð til viðskiptavina eða aðra viðburði til að efla tengslanetið. Enn eitt atriðið væri að tala um tiltekt í vinnunni. Uppþvottavélin eða óhreina tauið í vaskinum. Þetta trend er sagt vera sýna sig í vaxandi mæli bæði vestanhafs og í Evrópu. Ekki síst hjá yngri kynslóðum. Til dæmis hafa kannanir Gallup í Bandaríkjunum sýnt að hlutfallslega mælist fólk sem er 35 ára og yngri á vinnumarkaði fjölmennasti hópurinn sem velur að vinna ekkert umfram starfslýsingu (eru quiet quitters). Sem aftur þýðir að helgunin þeirra er minni gagnvart starfinu og vinnuveitendanum. Eitthvað sem gerir marga vinnuveitenda áhyggjufulla. Því samkvæmt þessu er sá hópur að stækka á vinnumarkaði sem lítur á vinnuna sem aukaatriði en lífið sjálft sem aðalatriðið. Sumir vilja meina að þetta sé í sú þróun sem vinnumarkaðurinn þarf að búa sig undir að verði í vaxandi mæli. Að ný kynslóð starfsmanna muni ekki sinna lengur öllum þeim ósýnilegu eða óumsömdu hlutverkum og verkefnum í vinnunni sem eldri kynslóðir hafa hingað til sinnt. Þótt það sjálfsagt og jafnvel haft ástríðu fyrir því að leggja sig svona mikið fram í vinnunni. Meira um quiet quitters og þá þróun sem er að sýna sig sem þetta nýja trend, má til dæmis lesa um HÉR.
Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira