Viðskipti innlent

Einar og Þor­björg til Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Þorbjörg Kristjánsdóttir og Einar Pétursson.
Þorbjörg Kristjánsdóttir og Einar Pétursson. Landsbankinn

Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að Einar komi til bankans frá Arion banka þar sem hann hafi verið hlutabréfagreinandi. Hann hafði áður áður starfað hjá Landsbankanum frá 2011, meðal annars í Fyrirtækjaráðgjöf. 

„Einar er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Þorbjörg starfaði hjá Arion banka frá 2015, fyrst við fyrirtækjaþjónustu og við verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf en síðan sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum. Frá 2021 var hún vörustjóri verðbréfa hjá bankanum. Þorbjörg er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×