Viðskipti innlent

Verður for­stöðu­maður lög­fræði­deildar Festi

Atli Ísleifsson skrifar
Sölvi Davíðsson.
Sölvi Davíðsson. Aðsend

Sölvi Davíðsson lögmaður hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðideildar Festi hf.

Í tilkynningu segir að Sölvi hafi lokið meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2009. Hann hafi starfað sem lögmaður hjá Lagastoð lögfræðiþjónustu ehf. til ársins 2017 en þá hafið sjálfstæðan rekstur. Sölvi var meðeigandi að Lagastoð frá árinu 2020.

„Hann hefur sérþekkingu á sviði félaga- og fjármunaréttar og hefur einkum veitt ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga í störfum sínum auk þess að annast málflutningsstörf. Sölvi öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum árið 2010 og Landsrétti 2018,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×