Tálbeitan klassískt dæmi um dómstól götunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2023 19:26 Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður, segir tálbeituna ganga of langt í sínum aðgerðum. Vísir/Ívar Fannar Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29