Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 14:21 Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf. Aðsend Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira