Danilo hélt sigurgöngu Juventus á lífi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 18:56 Danilo reyndist hetja Juventus í kvöld. Emilio Andreoli/Getty Images Juventus hefur nú unnið átta leiki í röð í ítölsku A-deildinni eftir nauman 1-0 sigur gegn Udinese þar sem Danilo reyndist hetja heimamanna. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu lyfti Juventus sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, upp fyrir Ítalíumeistara AC Milan sem eiga þó leik til góða. Illa gekk hjá báðum liðum að brjóta ísinn og það var ekki fyrr en að um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma að Danilo tryggði Juventus sigurinn með marki eftir stoðsendingu frá Federico Chiesa. Juventus sem fyrr segir í öðru sæti deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Udinese situr hins vegar í áttunda sæti með 25 stig. Ítalski boltinn
Juventus hefur nú unnið átta leiki í röð í ítölsku A-deildinni eftir nauman 1-0 sigur gegn Udinese þar sem Danilo reyndist hetja heimamanna. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu lyfti Juventus sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, upp fyrir Ítalíumeistara AC Milan sem eiga þó leik til góða. Illa gekk hjá báðum liðum að brjóta ísinn og það var ekki fyrr en að um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma að Danilo tryggði Juventus sigurinn með marki eftir stoðsendingu frá Federico Chiesa. Juventus sem fyrr segir í öðru sæti deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Udinese situr hins vegar í áttunda sæti með 25 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti