Viðskipti innlent

Eyja­klasi á Breiða­firði falur

Árni Sæberg skrifar
Hafi lesendur drauma um að gerast æðardúnsbændur gefst nú tækifæri til þess.
Hafi lesendur drauma um að gerast æðardúnsbændur gefst nú tækifæri til þess. Domus Nova

Eyðibýlið Emburhöfði á Breiðafirði er til sölu. Um er að ræða fjögurra eyja klasa auk fasteigna og lausafjár, þar á meðal eru útungunarvélar og lítill bátur.

Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að Emburhöfði sé löngu komin í eyði, en sé þó lögbýli. Henni fylgi þrjár eyjar aðrar, Nautey, Litla-Nautey og Díanes. Hægt sé að komast fótgangandi milli alla eyjanna á fjöru.

Heildarflatarmál fasteigna á Emburhöfða er 93,2 fermetrar.Domus Nova

Eyjarnar eru samtals um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli og á þeirri stærstu er að finna lítinn sumarbústað, starfsmannahús og geymslu. Með í kaupunum fylgja tvær sólarsellur, vindmylla, rafstöð, þrír stórir geymar, tvær útungunarvélar, vatnsdæla, verkfæri og Zodiak linbotna bátur með fimmtíu hestafla mótor.

Hægt er að nota bátinn til að komast á milli eyja á flóði.Domus Nova

Þá segir í söluyfirliti að eigendur eyjanna fái að jafnaði þrettán til tuttugu kíló af hreinsuðum dún á ári.

Seljendur setja ekki verðmiða á herlegheitin heldur óska þeir eftir því að vongóðir kaupendur geri þeim tilboð.

Hér ætti ekki að væsa um neinn.Domus Nova

Ítarlegar upplýsingar um eignina má sjá hér að neðan ásamt fleiri myndum:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×