McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 21:42 McCarthy þokast nær embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jose Luis Magana/AP Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23