Að gefnu tilefni Eggert Eyjólfsson skrifar 6. janúar 2023 13:31 Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun