Að gefnu tilefni Eggert Eyjólfsson skrifar 6. janúar 2023 13:31 Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun