Úr slæmu ástandi í enn verra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 19:00 Eggert Eyjólfsson, sérfræðingur í bráðalækningum. Vísir/Egill Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Alvarleg staða á bráðamóttöku er nú enn og aftur í deiglunni; aðstæður voru til að mynda óvenjulega erfiðar yfir hátíðarnar vegna alvarlegra veirusýkinga. Í gær bættist enn á álagið þegar flogið var með níu á spítalann eftir harðan árekstur sunnan við Öræfajökul. Flestir eru nú útskrifaðir. Yfirlæknir á bráðamóttökunni segir að starfsfólk hafi fengið talsverðan tíma til að undirbúa sig fyrir holskeflu sjúklinga úr slysinu í gær. Vel hafi gengið að taka á móti fólkinu. En annað gæti hafa verið uppi á teningnum ef fyrirvarinn hefði verið styttri, eins og svo oft er. Fjölskyldan gengur fyrir En vandinn teygir sig auðvitað lengra aftur. Eggerti Eyjólfssyni, sérfræðingi í bráðalækningum, sem fékk sig fullsaddan og lét af störfum nú um áramótin, telst til að minnst fimm til viðbótar hafi gert hið sama. „Þetta er það sem ég hef þjálfað mig í og starfað við í fimmtán ár, þannig að það er mjög þungbært að taka þessa ákvörðun. En þetta var farið að hafa áhrif á mann. Og á fjölskyldulífið. Þannig að fjölskyldan gengur fyrir,“ segir Eggert. Eggert hefur verið viðloðandi bráðamóttökuna síðan 2009 en hóf formlega störf sem sérfræðilæknir í ársbyrjun 2021. „Ástandið er miklu verra en það var þegar ég kom. Það var samt slæmt þegar ég kom,“ segir Eggert. „Þetta er bara mjög erfitt. Og ég stóð hérna vakt í sumar þar sem eg var að sinna starfi þriggja. Og á ákveðnum tímapunkti hefði ég þurft fjóra sérfræðilækna í bráðalækningum á gólfinu á sama tíma.“ Þannig að þetta er algjört neyðarástand? „Þetta er bara stríðsástand. Þetta eru hamfarir sem eiga sér stað, stundum, innan þessara veggja.“ Ekki sé alltaf hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. „Ég vona að fólk veigri sér ekki við að koma. En ég skil ef það gerir það.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira