Dzeko tryggði Inter sigur á toppliði Napoli 4. janúar 2023 21:42 Romelu Lukaku fagnar hér Edin Dzeko eftir mark þess síðarnefnda í kvöld. Vísir/Getty Inter vann 1-0 sigur á toppliði Napoli í stórleik umferðarinnar í Serie A í kvöld. Inter er í fjórða sæti deildarinnar en Napoli á toppnum, nú aðeins með fimm stiga forskot. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er þessu tímabili og var með átta stiga forskot á AC Milan á toppi deildarinnar fyrir leiki dagsins. Núverandi meistarar í Milan unnu 2-1 sigur á Salernitana fyrr í dag og því ljóst að Napoli þurfti sigur ef forskot þeirra á toppnum ætti að haldast óbreytt. Leikurinn í kvöld var nokkuð jafn en Napoli sterkara liðið ef eitthvað var. Í hálfleik var staðan 0-0 en á 56.mínútu skoraði Edin Dzeko fyrir Inter eftir sendingu frá vinstri bakverðinum Federico DiMarco. Napoli reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki og Inter fagnaði góðum sigri. Þeir eru nú í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir Juventus sem er í þriðja sæti og átta stigum á eftir Napoli sem er í toppsætinu. Ítalski boltinn
Inter vann 1-0 sigur á toppliði Napoli í stórleik umferðarinnar í Serie A í kvöld. Inter er í fjórða sæti deildarinnar en Napoli á toppnum, nú aðeins með fimm stiga forskot. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er þessu tímabili og var með átta stiga forskot á AC Milan á toppi deildarinnar fyrir leiki dagsins. Núverandi meistarar í Milan unnu 2-1 sigur á Salernitana fyrr í dag og því ljóst að Napoli þurfti sigur ef forskot þeirra á toppnum ætti að haldast óbreytt. Leikurinn í kvöld var nokkuð jafn en Napoli sterkara liðið ef eitthvað var. Í hálfleik var staðan 0-0 en á 56.mínútu skoraði Edin Dzeko fyrir Inter eftir sendingu frá vinstri bakverðinum Federico DiMarco. Napoli reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki og Inter fagnaði góðum sigri. Þeir eru nú í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir Juventus sem er í þriðja sæti og átta stigum á eftir Napoli sem er í toppsætinu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti