Mark Milik í lokin heldur Juventus í námunda við toppliðin 4. janúar 2023 19:30 Federico Gatti leikmaður Juventus sýnir tilfinningarnar í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Arkadiusz Milik tryggði Juventus þrjú mikilvæg stig í ítölsku deildinni þegar hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Cremonese í kvöld. Juventus er nú sjö stigum frá toppliði Napoli sem á leik til góða. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti hjá liðunum eftir pásuna vegna heimsmeistaramótsins en áður en hún kom til hafði Juventus unnið sex leiki í röð í Serie A og var komið í þriðja sæti deildarinnar. Það leit lengi vel út fyrir að leikurinn í kvöld yrði markalaus. Staðan í hálfleik var 0-0 en í tvígang í fyrri hálfleiknum þurfti að nota myndbandsdómgæslu til að skera úr um hvort mörk Cremonese ættu að standa en þau gerðu það í hvorugt skiptið. Í síðari hálfleik var svipað upp á teningunum. Heimamenn áttu skot í stöng þegar skammt var eftir og stuttu síðar vildi Juventus vítaspyrnu en var neitað af myndbandsdómurum. Þegar hins vegar var komið fram í uppbótartíma tókst Pólverjanum Arkadisusz Milik að skora og tryggja Juventus 1-0 sigur. Liðið er þar með komið með 34 stig í þriðja sætinu, er tveimur stigum á eftir AC Milan en sjö stigum á eftir toppliði Napoli sem mætir Inter í kvöld. Ítalski boltinn
Arkadiusz Milik tryggði Juventus þrjú mikilvæg stig í ítölsku deildinni þegar hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Cremonese í kvöld. Juventus er nú sjö stigum frá toppliði Napoli sem á leik til góða. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti hjá liðunum eftir pásuna vegna heimsmeistaramótsins en áður en hún kom til hafði Juventus unnið sex leiki í röð í Serie A og var komið í þriðja sæti deildarinnar. Það leit lengi vel út fyrir að leikurinn í kvöld yrði markalaus. Staðan í hálfleik var 0-0 en í tvígang í fyrri hálfleiknum þurfti að nota myndbandsdómgæslu til að skera úr um hvort mörk Cremonese ættu að standa en þau gerðu það í hvorugt skiptið. Í síðari hálfleik var svipað upp á teningunum. Heimamenn áttu skot í stöng þegar skammt var eftir og stuttu síðar vildi Juventus vítaspyrnu en var neitað af myndbandsdómurum. Þegar hins vegar var komið fram í uppbótartíma tókst Pólverjanum Arkadisusz Milik að skora og tryggja Juventus 1-0 sigur. Liðið er þar með komið með 34 stig í þriðja sætinu, er tveimur stigum á eftir AC Milan en sjö stigum á eftir toppliði Napoli sem mætir Inter í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti