Gamla liðinu hennar Glódísar Perlu hent út úr sænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Eskilstuna United en er nú leikmaður stórliðs Bayern. Getty/Christian Hofer Eskilstuna United endaði í áttunda sæti í sænsku kvennadeildinni í fótbolta á síðustu leiktíð og var 28 stigum frá fallsæti. Það breytir ekki því að liðinu hefur verið hent út úr sænsku deildinni. Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021. Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021.
Sænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira