„Þetta er ekki huglægt mat“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:32 Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag. Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag.
Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira