„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 17:37 Guðni Th. Jóhannesson sagði í ávarpi sínu að mönnum væri enginn greiði gerður með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52