Segir skárra að fá í sig rafstraum en kylfuhögg Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 21:12 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“ Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðar breytingar á reglugerð um valdbeitingu lögreglu þess efnis að lögreglumönnum verði heimilt að bera svokölluð rafvarnarvopn, eða rafbyssur ef þeir hafa lokið þjálfun í notkun þessara vopna. Rafbyssur hafa hingað til ekki verið hluti af möguleikum lögreglu til valdbeitingar. Jón sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og bætti við að breytingin ætti að geta gengið í gegn á næstu mánuðum. „Þeir sem hafa hlotið tilskylda þjálfun og menntun til þess að stíga það skref já. Það er reiknað með því. Ég geri ráð fyrir því að ef allt gengur eðlilega fyrir sig að þetta geti verið farið að líta dagsins ljós á vordögum. Hafa barist fyrir byssunum í áratug Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn fagna þessum fréttum. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við erum búnir að kalla eftir þessu mjög lengi og erum búnir að senda bréf til ráðuneytisins og til ríkislögreglustjóra. Þetta er svosem búinn að vera okkar málflutningur í bara, já ég get sagt bara í áratug. Þannig að við fögnum þessu mjög.“ Málið sé öryggismál Fjölnir segir málið snúast um að lögreglumenn séu öruggir í sínum störfum. „Við lítum á þetta meira sem svona sjálfsvarnarvopn. Að þetta tryggi okkar öryggi að þurfa ekki að lenda í líkamlegum átökum við fólk, að við getum yfirbugað fólk með eggvopn eða barefli úr öruggri fjarlægð.“ Þá sé það betra að fá rafstraum í sig heldur en margt annað „Það er sko held ég betra að fá í sig rafstraum í þrjár sekúndur heldur en láta lemja sig með barefli eða fá piparúða í augun. Ég held það. Ég held að fólk sjái að þetta muni tryggja öryggi allra betur.“
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Tengdar fréttir Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. 30. desember 2022 13:44