Umfjöllun: Njarðvík - Keflavík 114-103 | Aftur vann Njarðvík nágrannaslaginn milli jóla og nýárs Andri Már Eggertsson skrifar 29. desember 2022 23:05 Njarðvík tekur á móti Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Njarðvík vann sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 114-103. Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Njarðvíkur í mögulega síðasta leik milli Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni sem er eitt sögufrægasta íþróttahús Íslands. Það eru fáir jafn miklir Njarðvíkingar og Logi Gunnarsson sem setti tóninn strax í fyrstu sókn þegar hann setti niður þriggja stiga skot en það var aðeins lognið á undan storminum. Sóknarleikur Njarðvíkur var ótrúlegur í fyrsta leikhluta. Heimamenn byrjuðu á að setja niður fimm þriggja stiga skot á fyrstu fimm mínútunum og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, reyndi að stoppa blæðinguna með því að taka leikhlé 13 stigum undir en ekkert breyttist. Njarðvík hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og heimamenn settu niður tíu þriggja stiga skot í fyrsta leikhluta úr þrettán skotum. Elías Bjarki Pálsson settti rjómann á kökuna þegar hann endaði fullkominn leikhluta á flautuþristi. Eftir fyrsta fjórðung var staðan 40-18. Eðli málsins samkvæmt hægðist á Njarðvíkingum eftir flugeldasýninguna í fyrsta leikhluta. Keflavík náði aðeins að saxa á forskot heimamanna en voru langt frá því að komast inn í leikinn að einhverju viti. Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, naut sín í botn í fyrri hálfleik og gerði sautján stig á tæplega þrettán mínútum. Njarðvík var sautján stigum yfir í hálfleik 64-47. Margnefndur Logi Gunnarsson var ekki búinn að sprengja upp alla flugeldana heldur setti hann niður þriggja stiga körfu í fyrstu sókn Njarðvíkur í þriðja leikhluta. Keflavík náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem gestirnir minnkuðu forskot Njarðvíkur niður í tíu stig en heimamenn svöruðu með því að gera átta stig í röð. Þrátt fyrir fína baráttu gestanna var Njarðvík 14 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Keflavík byrjaði á að gera fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta. Dedrick Basile tók síðan málin í sínar hendur og svaraði með fimm stigum. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Keflvíkinga á lokasprettinum hafði Njarðvík betur og vann ellefu stiga sigur 114-113. Af hverju vann Njarðvík Það var gríðarlega mikill munur á áhuga þjálfaranna á að spila milli jóla og nýárs fyrir leik sem svo sannarlega smitaðist í liðin. Njarðvík spilaði óaðfinnanlega í fyrsta fjórðungi og gerði 40 stig á tíu mínútum á meðan áhugalausir Keflvíkingar sýndu enga ástríðu gegn nágrönnum sínum. Keflavík gerði ágætlega í að koma til baka í síðari hálfleik en Njarðvík kom alltaf með svar þegar Keflavík minnkaði forskotið undir tíu stig. Hverjir stóðu upp úr? Logi Gunnarsson er magnað eintaka af íþróttamanni. Logi átti frábæran leik og gerði 23 stig. Það var lýsandi fyrir Loga að hann gerði 17 stig í fyrri hálfleik og sex stig í seinni hálfleik en körfur Loga í seinni hálfleik komu á afar mikilvægum augnablikum. Það héldu Dedrick Deon Basile engin bönd. Basile fór á kostum og gerði 29 stig, tók 4 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Það er áhugavert að bera saman leiðtoga liðanna. Logi Gunnarsson átti stórleik og gerði 23 stig á meðan Hörður Axel Vilhjálmsson tók sér frí og fór til Tenerife. Þrátt fyrir að Hörður tæki ekki beinan þátt í leiknum þá er ég sannfærður um að svona taktleysi smitaðist inn í hópinn sem spilaði gegn Njarðvík í kvöld. Hvað gerist næst? Liðin hafa leikið sinn síðasta leik á árinu 2022. Njarðvík fær ÍR í heimsókn fimmtudaginn 5. janúar klukkan 19:15. Föstudaginn 6. janúar fer Keflavík á Sauðárkrók og mætir Tindastóli klukkan 20:15. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík vann sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 114-103. Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Njarðvíkur í mögulega síðasta leik milli Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni sem er eitt sögufrægasta íþróttahús Íslands. Það eru fáir jafn miklir Njarðvíkingar og Logi Gunnarsson sem setti tóninn strax í fyrstu sókn þegar hann setti niður þriggja stiga skot en það var aðeins lognið á undan storminum. Sóknarleikur Njarðvíkur var ótrúlegur í fyrsta leikhluta. Heimamenn byrjuðu á að setja niður fimm þriggja stiga skot á fyrstu fimm mínútunum og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, reyndi að stoppa blæðinguna með því að taka leikhlé 13 stigum undir en ekkert breyttist. Njarðvík hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og heimamenn settu niður tíu þriggja stiga skot í fyrsta leikhluta úr þrettán skotum. Elías Bjarki Pálsson settti rjómann á kökuna þegar hann endaði fullkominn leikhluta á flautuþristi. Eftir fyrsta fjórðung var staðan 40-18. Eðli málsins samkvæmt hægðist á Njarðvíkingum eftir flugeldasýninguna í fyrsta leikhluta. Keflavík náði aðeins að saxa á forskot heimamanna en voru langt frá því að komast inn í leikinn að einhverju viti. Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, naut sín í botn í fyrri hálfleik og gerði sautján stig á tæplega þrettán mínútum. Njarðvík var sautján stigum yfir í hálfleik 64-47. Margnefndur Logi Gunnarsson var ekki búinn að sprengja upp alla flugeldana heldur setti hann niður þriggja stiga körfu í fyrstu sókn Njarðvíkur í þriðja leikhluta. Keflavík náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem gestirnir minnkuðu forskot Njarðvíkur niður í tíu stig en heimamenn svöruðu með því að gera átta stig í röð. Þrátt fyrir fína baráttu gestanna var Njarðvík 14 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Keflavík byrjaði á að gera fyrstu fimm stigin í fjórða leikhluta. Dedrick Basile tók síðan málin í sínar hendur og svaraði með fimm stigum. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Keflvíkinga á lokasprettinum hafði Njarðvík betur og vann ellefu stiga sigur 114-113. Af hverju vann Njarðvík Það var gríðarlega mikill munur á áhuga þjálfaranna á að spila milli jóla og nýárs fyrir leik sem svo sannarlega smitaðist í liðin. Njarðvík spilaði óaðfinnanlega í fyrsta fjórðungi og gerði 40 stig á tíu mínútum á meðan áhugalausir Keflvíkingar sýndu enga ástríðu gegn nágrönnum sínum. Keflavík gerði ágætlega í að koma til baka í síðari hálfleik en Njarðvík kom alltaf með svar þegar Keflavík minnkaði forskotið undir tíu stig. Hverjir stóðu upp úr? Logi Gunnarsson er magnað eintaka af íþróttamanni. Logi átti frábæran leik og gerði 23 stig. Það var lýsandi fyrir Loga að hann gerði 17 stig í fyrri hálfleik og sex stig í seinni hálfleik en körfur Loga í seinni hálfleik komu á afar mikilvægum augnablikum. Það héldu Dedrick Deon Basile engin bönd. Basile fór á kostum og gerði 29 stig, tók 4 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Það er áhugavert að bera saman leiðtoga liðanna. Logi Gunnarsson átti stórleik og gerði 23 stig á meðan Hörður Axel Vilhjálmsson tók sér frí og fór til Tenerife. Þrátt fyrir að Hörður tæki ekki beinan þátt í leiknum þá er ég sannfærður um að svona taktleysi smitaðist inn í hópinn sem spilaði gegn Njarðvík í kvöld. Hvað gerist næst? Liðin hafa leikið sinn síðasta leik á árinu 2022. Njarðvík fær ÍR í heimsókn fimmtudaginn 5. janúar klukkan 19:15. Föstudaginn 6. janúar fer Keflavík á Sauðárkrók og mætir Tindastóli klukkan 20:15.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum