Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 18:55 Björgunarsveitarmenn í Vík þurftu að koma fjölda erlendra ferðamanna til aðstoðar. Sigurður Pétur Jóhannsson Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. „Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
„Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira