Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 18:55 Björgunarsveitarmenn í Vík þurftu að koma fjölda erlendra ferðamanna til aðstoðar. Sigurður Pétur Jóhannsson Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. „Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Það er ansi mikið að gera,“ segir Kjartan Hlöðversson, starfsmaður á Hótel Kötlu. Hann segir um 155 ferðamenn gista nú á hótelinu og segir að hafi komið sér á óvart hversu margir ferðamenn hafi komist leiðar sinnar til Víkur í gærkvöldi, jafnvel eftir að þjóðveginum var lokað. „Við gerðum ráð fyrir degi þar sem við myndum fá helling af afbókunum en það var bara merkilega lítið af þeim. Það voru held ég þrír eða fjórir sem afbókuðu, sem okkur fannst bara ótrúlegt í gær. Ég held bara að ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Þau henda sér af stað sama þótt götur séu færar eða ekki.“ Langflest herbergin eru í notkun núna að sögn Kjartans. Hann segir að fáir séu að stressa sig á ástandinu. „Margir sem koma hingað halda jólin ekki hátíðleg á sama hátt og við gerum. Ferðamenn koma hingað til að upplifa snjóinn og norðurljósin. Fólk fékk heldur betur snjóinn í gær og svo spáir reyndar norðurljósum í kvöld, þótt það verði nú ansi skýjað“ segir Kjartan og hlær. Þrátt fyrir aðstæður svífi því jólaandinn yfir vötnum. „Eins og er, eru allir bara jákvæðir, fólk sættir sig við þetta. Það veit að það er á Íslandi. Ég segi bara welcome to Iceland.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira