Innlent

Vík­verjar komust ekki í jóla­matinn fyrr en á ellefta tímanum

Árni Sæberg skrifar
Víkverjar höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi.
Víkverjar höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi. Landsbjörg

Síðdegis í gær var björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal kölluð út vegna fjölda fólks í vanda beggja vegna Víkur. 

Greinilegt er að færð hefur spillst í nágrenni Víkur á sjálfu aðfangadagskvöldi jóla enda voru um fimmtíu bílar í vandræðum á og við Reynisfjall við Gatnabrún, við Hjörleifshöfða og austan Víkur við Múlakvísl í gærkvöldi.

Töluverð ofankoma var á Suðurlandi á aðfangadagskvöld.Landsbjörg

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitarfólk hafi unnið í því allt aðfangadagskvöld að losa bíla og fylgja þeim til Víkur. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á ellefta tímanum og gat björgunarsveitarfólk þá loksins sest til borðs og notið jólamatarins.

Sumir enduðu utan vegar á sjálfum jólunum.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×