Viðskipti innlent

Gylfi Magnú­sson kjörinn stjórnar­for­maður OR

Árni Sæberg skrifar
Gylfi Magnússon er nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Gylfi Magnússon er nýr formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Stöð 2/Egill

Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á framhaldsaðalfundi félagsins í dag. 

Greint var frá því á dögunum að borgarráð hefði samþykkt tillögur tilnefningarnefndar um skipan stjórna stjórnir einkaréttarlegra félaga borgarinnar. Þar kom fram að Gylfi yrði formaður nýrrar stjórnar OR.

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið kjósa stjórnarfólkið, það er borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Borgarbyggðar.

Á framhaldsfundinum sem haldinn var í dag var kjöri stjórnarinnar lýst og tók Gylfi því við formannsstólnum af Brynhildi Davíðsdóttur, sem sóttist ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu.

Gylfi hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2011.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skipa eftirfarandi:

  • Gylfi Magnússon, prófessor og formaður stjórnar
  • Vala Valtýsdóttir, lögmaður og varaformaður stjórnar
  • Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
  • Skúli Helgason, borgarfulltrúi
  • Valgarður L. Jónsson, formaður bæjarstjórnar Akraness
  • Þórður Gunnarsson, auðlindahagfræðingur
  • Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar er áheyrnarfulltrúi.

Tengdar fréttir

Skipað í stjórnir OR, Fé­lags­bú­staða og Faxa­flóa­hafna

Borgarráð samþykkti í gær tillögur tilnefningarnefndar um stjórnir einkaréttarlegra fyrirtækja borgarinnar. Tillögurnar taka mið af nýrri eigandastefnu þar sem áhersla er lögð á góða stjórnarhætti og þverpólitíska samstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×