Erlent

Dróna­á­rásir á Kænu­garð í morguns­árið

Atli Ísleifsson skrifar
Tæpir tíu mánuðir eru nú liðnir frá upphafi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu.
Tæpir tíu mánuðir eru nú liðnir frá upphafi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. AP

Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun.

AP segir frá því að fimmtán drónar, sem framleiddir eru í Íran, hafi verið skotnir niður af hinu úkraínska loftvarnakerfi. Rússar hafa í stríðsrekstri sínum meðal annars notast við vopn frá Íran.

Rússar hafa á síðustu dögum hert árásir sínar á Úkraínu og Kænugarð þar með talinn.

Yfirvöld í Kænugarði segja að tuttugu drónum hafi verið skotið á borgina en að tekist hafi að skjóta niður fimmtán þeirra. Árásunum á að hafa verið beint að nauðsynlegum innviðum borgarinnar og segir Klitschko á samfélagsmiðlum að heyrst hafi í sprengingum í hverfunum Solomyanskí og Sjevtsjenkivskí.

Borgarstjórinn tilkynnti síðar að svo virðist sem að ekkert manntjón hafi orðið í árásunum í morgun.

Ríkisstjórinn Oleksej Kuleba segir hins vegar á Telegram að drónarnir hafi hæft fjölda bygginga og segir hann að tveir hafi særst.

Rússar hafa á síðustu vikum og mánuðum beint árásum sínum að nauðsynlegum innviðum í Úkraínu. Eftir árásirnar síðasta föstudag voru um sex milljónir Úkraínumanna án rafmagns. Þá var hitaveita borgarinnar óvirk í tvo daga eftir sömu árásir.


Tengdar fréttir

Búist við auknum sóknarþunga Rússa

Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×