Körfubolti

Ó­trú­legur sigur Vals | Kefla­vík vann í Grinda­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kiana Johnson var frábær í liði Vals í kvöld.
Kiana Johnson var frábær í liði Vals í kvöld. Vísir/Vilhelm

Valur vann hreint út sagt ótrúlegan sigur á Fjölni í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 63-122 í Grafarvogi í kvöld. Þá vann Keflavík góðan sigur á Grindavík.

Leikurinn í Grafarvogi var aldrei spennandi og ljóst frá fyrstu mínútum í hvað stefndi. Munurinn jókst og jókst með hverjum leikhlutanum og var á endanum 59 stig þegar leiktíminn rann út, lokatölur 63-122.

Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals með 24 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar og stela boltanum 5 sinnum. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 20 stig og tók 7 fráköst. Hjá Fjölni var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 28 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.

Daniela Wallen Morillo í leik gegn Haukum.Vísir/Hulda Margrét

Segja má að góður fyrsti leikhluti hafi lagt grunninn að sigri Keflavíkur í Grindavík en gestirnir leiddu með 11 stigum að honum loknum og unnu leikinn á endanum með 11 stiga mun, lokatölur 78-89.

Danielle Rodriguez var stigahæst í liði Grindavíkur með 20 stig. Hún tók einnig 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Daniela Wallen Morillo skoraði 24 stig í liði Keflavíkur, tók 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Keflavík er á toppi deildarinnar með 24 stig, Valur er í 3. sæti með 20 stig, Grindavík í 5. sæti og Fjölnir sæti neðar með jafn mörg stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×