Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 12:11 Stúdentaráð telur að hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira