Sport

Grindavík Íslandsmeistari í pílukasti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Grindavík er Íslandsmeistari félagsliða í pílukasti.
Grindavík er Íslandsmeistari félagsliða í pílukasti. Íslenska Pílukastssambandið

Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari félagsliða í pílukasti. Átta lið voru skráð til leiks.

Mótið fór fram á Bullseye á Snorrabraut um helgina en þar kepptu liðin átta í sex greinum; einmenningi, tvímenningi og liðakeppni sem allar þrjár skiptust í keppni karla og kvenna.

Grindavík fagnaði sigri í bæði tvímenningi karla og kvenna á fyrsta leikdegi á laugardag. Matthías Örn Friðriksson og Pétur Rúðrik Guðmundsson unnu karlamegin en Svana Hammer og Árdís Sif Guðjónsdóttir í kvennaflokki.

Matthías Örn var einnig hlutskarpastur í einmenningi karla er hann lagði Vitor Charrua 4-0. Kristín Einarsdóttir úr Pílufélagi Reykjanesbæjar fagnaði sigri kvennamegin eftir sigur á Svönu Hammer úr Grindavík, 4-0.

Grindavíkurliðið tapaði í úrslitum í liðakeppnum karla og kvenna en árangurinn heilt yfir dugði því til sigurs.

Myndskeið úr keppninni og frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Pílukastssambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×