Viðskipti innlent

Þrjú ný til Aurbjargar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Karlotta Guðlaugsdóttir, Þröstur Ingason og Trausti Kouichi Ásgeirsson eru nýir starfsmenn Aurbjargar.
Karlotta Guðlaugsdóttir, Þröstur Ingason og Trausti Kouichi Ásgeirsson eru nýir starfsmenn Aurbjargar.

Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. 

Starfsmennirnir þrír eru Karlotta Guðlaugsdóttir, Trausti Kouichi Ásgeirsson og Þröstur Ingason. 

Karlotta var ráðin sem viðmóts- og upplifunarhönnuður. Hún er með diplómagráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið námi í almennri hönnun við Tækniskólann. Fyrir starfaði hún hjá Júní sem stafrænn hönnuður. 

Trausti er með B.S.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður sem forritari hjá Sabre Airlina Solutions. 

Þröstur er með B.S.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Fyrir hefur hann starfað við hugbúnaðarþróun hjá Seðlabanka Íslands og Reiknistofu bankanna. 

„Karlotta, Trausti og Þröstur eru frábær viðbót við ört vaxandi teymi Aurbjargar. Fyrirtækið er í miklum sóknarhug og mun sérþekking þeirra hjálpa okkur að þróa enn hraðar nýjar og framsæknar lausnir,“ er haft eftir Jóhannesi Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Aurbjargar, í tilkynningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×