Þrefalt hærri sekt fyrir níðsöngva um UEFA en fyrir kynþáttaníð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 11:31 Lewis skoraði í leiknum við Sevilla þar sem hann þurfti að þola miður skemmtileg skilaboð úr stúkunni vegna hörundlitar síns. Photo by Marc Atkins/Getty Images Eitthvert ósamræmi virðist vera hjá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þegar kemur að sektum fyrir ólæti stuðningsmanna ef litið er til tveggja dæma um slíkar sektir sem fyrirskipaðar voru af sambandinu í vikunni. HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins. UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins.
UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira