Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 06:54 Nýbura- og ungbarnadauði er algengari í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða verulega takmarkað. Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira