Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2022 18:30 Spjótsoddur, nýjasti og dýrasti farkostur Grænlendinga, í flugtaki frá Tolulouse í Frakklandi. Airbus/Artëm Tchaikovski Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. Þotan var keypt ný og flaug hún beint til Grænlands frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi. Nokkrir af forystumönnum landsins, þeirra á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, voru meðal boðsgesta í fluginu, sem tók fimm og hálfan tíma, og lenti vélin á Kangerlussuaq-flugvelli klukkan eitt eftir hádegi. Smíði þotunnar í Frakklandi og flugtak þaðan má sjá í myndbandi frá Airbus. Komu hennar til Grænlands má sjá í myndbandi frá KNR. Á flugvellinum bauð slökkviliðið flugvélina velkomna. Íbúum bæjarins og öðrum gestum var boðið að ganga um borð og þiggja kaffiveitingar í flugskýli. Spegilgljáandi þotan tilbúin til flugs. Hún er af gerðinni Airbus A330-800neo.Airbus/Artëm Tchaikovski Hún verður fyrst um sinn notuð á flugleiðinni milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq, og síðan til nýju flugvallanna í Nuuk og Ilulissat, þegar þeir bætast við. Þá er Air Greenland einnig að huga að flugi til nýrra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýja flugvélin er innréttuð með 305 farþegasætum. Þar af eru 42 sæti á fyrsta farrými en 263 sæti á almennu farrými. Í fréttatilkynningu Airbus segir að ný kynslóð hreyfla af gerðinni Rolls-Royce Trent 7000, ný vænghönnun og fleiri flugfræðilegar endurbætur þýði 25 prósent minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Flugvélin hefur hlotið nafnið Tuukkaq, sem þýðir spjótsoddur eða skutulsoddur. Hún leysir af hólmi eldri flugvél sömu tegundar, A330-200, sem smíðuð var árið 1998, og tekur 278 farþega. Sú ber nafnið Norsaq, sem þýðir spjót, og eru bæði nöfnin þannig táknræn fyrir grænlenska veiðimenningu. Myndband frá Airbus sýnir samsetningu flugvélarinnar og flugtak hennar: Grænland Fréttir af flugi Airbus Tengdar fréttir Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þotan var keypt ný og flaug hún beint til Grænlands frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi. Nokkrir af forystumönnum landsins, þeirra á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, voru meðal boðsgesta í fluginu, sem tók fimm og hálfan tíma, og lenti vélin á Kangerlussuaq-flugvelli klukkan eitt eftir hádegi. Smíði þotunnar í Frakklandi og flugtak þaðan má sjá í myndbandi frá Airbus. Komu hennar til Grænlands má sjá í myndbandi frá KNR. Á flugvellinum bauð slökkviliðið flugvélina velkomna. Íbúum bæjarins og öðrum gestum var boðið að ganga um borð og þiggja kaffiveitingar í flugskýli. Spegilgljáandi þotan tilbúin til flugs. Hún er af gerðinni Airbus A330-800neo.Airbus/Artëm Tchaikovski Hún verður fyrst um sinn notuð á flugleiðinni milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq, og síðan til nýju flugvallanna í Nuuk og Ilulissat, þegar þeir bætast við. Þá er Air Greenland einnig að huga að flugi til nýrra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýja flugvélin er innréttuð með 305 farþegasætum. Þar af eru 42 sæti á fyrsta farrými en 263 sæti á almennu farrými. Í fréttatilkynningu Airbus segir að ný kynslóð hreyfla af gerðinni Rolls-Royce Trent 7000, ný vænghönnun og fleiri flugfræðilegar endurbætur þýði 25 prósent minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Flugvélin hefur hlotið nafnið Tuukkaq, sem þýðir spjótsoddur eða skutulsoddur. Hún leysir af hólmi eldri flugvél sömu tegundar, A330-200, sem smíðuð var árið 1998, og tekur 278 farþega. Sú ber nafnið Norsaq, sem þýðir spjót, og eru bæði nöfnin þannig táknræn fyrir grænlenska veiðimenningu. Myndband frá Airbus sýnir samsetningu flugvélarinnar og flugtak hennar:
Grænland Fréttir af flugi Airbus Tengdar fréttir Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23