Airbus

Fréttamynd

Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag

Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair

TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair kaupir Airbus flughermi

Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­völlur Fær­eyinga fær að taka við stærri þotum

Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair leigir eina Airbus til

Icelandair og SMBC hafa undirritað samning um langtímaleigu á Airbus A321LR þotu til afhendingar á fyrsta ársfjórðungi 2026. Þetta er fimmta Airbus-þotan sem Icelandair semur um langtímaleigu á við SMBC.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum

Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík

Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli

„Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda

Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum að ná vopnum okkar aftur“

Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma.

Innlent
Fréttamynd

Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu

Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast.

Erlent