Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 19:00 Um 61 þúsund Íslendingar eru á þunglyndislyfjum og fjögur þúsund á lyfjum við geðklofa. Vísir/Vilhelm Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. Um er að ræða rannsókn á fordómum almennings á Íslandi sem var fyrst framkvæmd árið 2006 sem hluti af alþjóðlegri rannsókn. Rannsóknin var endurtekin í ár af Geðhjálp undir forystu Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stýrði einnig rannsókninni 2006. Er þetta byrjun á mælingum sem stefnt er á að verði hér eftir gerðar á um tveggja ára fresti. „Eins og búast mátti við þá eru meiri fordómar gagnvart fólki með einkenni geðklofa heldur en fólki einkenni þunglyndis en kannski stærsta sagan er sú að að það dregur verulega úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en mun minna gagnvart fólki með einkenni geðklofa,“ segir Sigrún. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þó það hafi dregið úr fordómum þá eru þeir óneitanlega enn til staðar.“ Eins og staðan er í dag eru rúmlega sextán prósent landsmanna á þunglyndislyfjum, eða um 61 þúsund manns, og eitt prósent á lyfjum við geðklofa, eða um fjögur þúsund. Fordómar skoðaðir út frá nokkrum sjónarhornum Við rannsóknina voru fordómar skoðaðir út frá nokkrum mismunandi sjónarhornum en að sögn Sigrúnar geta fordómar verið að minnka á einum stað en aukast annars staðar. „Ef við hugsum um umræðuna eins og hún er núna og hvað margt breyst mikið á sextán árum, þá er kannski hluti af manni sem hugsar, eru einhverjir fordómar á Íslandi? Við heyrum orðræðuna um að það séu ekki fordómar lengur en þá kannski frekar frá fólki sem hefur ekki átt við geðræn vandamál að stríða eða upplifað fordóma sjálft,“ segir Sigrún. Meðal þess sem var skoðað var hvort fólk vilji eiga samskipti við umrædda aðila, hvort þeir séu í grundvallaratriðum öðruvísi en aðrir, hvort það sem fólk telur sjálfsögð borgaraleg réttindi eiga við um umrædda einstaklinga, hvort fólki finnist óþægilegt að vera nálægt umræddum einstaklingum, áhrif meðferðar og þess að segja frá, og hvort einstaklingur sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum. Fordómar vegna þunglyndiseinkenna minnka talsvert Niðurstöður rannsóknarinnar í ár sýna að dregið hafi úr fordómum gagnvart einstaklingum með þunglyndiseinkenni en þeir séu áfram talsvert útbreiddir. Hlutfall fólks sem telur fólk með þunglyndi ekki eiga að hugsa um börn minnkar talsvert milli rannsókna og er sömu sögu að segja af viðhorfi fólks til að slíkir einstaklingar giftist inn í fjölskylduna. Fimmtán prósent svarenda vilja ekki að einstaklingur með þunglyndiseinkenni gegni opinberu embætti, samanborið við 29 prósent árið 2006, tuttugu prósent telja að viðkomandi ætti ekki að hafa umsjón með öðrum á vinnustað, var 24 prósent í fyrri rannsókn, 58 prósent vilja ekki að viðkomandi sjái um börn, var 73 prósent, og þrjátíu prósent vilja ekki að viðkomandi giftist einhverjum sem þau þekkja, var 39 prósent. Einn af hverjum fimm vill ekki leyfa fólki með þunglyndi að hafa umsjón með öðrum á vinnustað og minnkar það hlutfall lítilega milli rannsókna. Munurinn er meiri þegar kemur að því að fólk fái að gegna opinberum embættum eða kenna börnum. 64 prósent töldu fólk með þunglyndiseinkenni líklega til að beita sjálfan sig ofbeldi og fjögur prósent töldu þá líklega til að beita aðra ofbeldi. 87 prósent vilja ekki að einstaklingur með geðklofaeinkenni hugsi um börn Fordómar gagnvart einstaklingum með einkenni geðklofa breytast hægar og síður. Þá mátti jafnvel sjá hlutfalls aukningu í ákveðnum spurningum, þó hún sé ekki marktæk. Lítill munur er frá árinu 2006 á viðhorfi fólks til að fólk með geðklofa eigi að fá að hugsa um börn og er aukning milli ára á fólki sem vill ekki að slíkir einstaklingar giftist inn í fjölskylduna. 87 prósent vilja ekki að einstaklingur með geðklofseinkenni hugsi um börn, samanborið við 89 prósent árið 2006, 53 prósent vilja ekki að viðkomandi giftist inn í fjölskylduna, sem er aukning um þrjú prósent frá síðustu rannsókn, 39 prósent telja að viðkomandi ætti ekki að gegna opinberum embættum, var 46 prósent árið 2006, og 35 prósent telja viðkomandi ekki eiga að hafa umsjón með öðrum á vinnustað, var 38 prósent. 64 prósent töldu fólk með geðklofaeinkenni líkleg til að beita sjálfa sig ofbeldi og fimmtán prósent töldu þá líklega til að beita aðra ofbeldi. Rúmlega þriðjungur vill ekki leyfa fólki með geðklofa að gegna opinberum embættum, kenna börnum eða hafa umsjón með öðrum á vinnustað. Að sögn Sigrúnar er þó vert að hafa til hliðsjónar að það sé ekki alltaf um hreina fordóma að ræða, sumum líki einfaldlega ekki við annað fólk. Var því bætt við hluta þar sem sömu spurningar voru lagðar fyrir um fólk sem glímir við dagleg vandamál og myndu ekki fá greiningu. 34 prósent svöruðu að slíkir einstaklingar ættu ekki að hugsa um börn, 16 prósent vildu ekki vinna náið með þeim, og 18 prósent vildu ekki vera vinur þeirra, meðal annars. Svo virðist sem ekki sé alltaf um hreina fordóma að ræða. Marktækur munur er þó þegar kemur að auknum fordómum í garð þeirra sem eru með geðklofaeinkenni. Fleiri vilja neyða fólk til að leita sér aðstoðar Aðspurð um hvort eitthvað hafi komið henni á óvart í niðurstöðunum segir Sigrún það kannski helst hversu lítið það hefur dregið úr fordómum gegn fólki með geðklofaeinkenni. „Að sumu leyti hefði ég búist við því að það væru enn þá minni fordómar en við finnum núna í gögnunum, en það kemur mér aftur á móti ekki á óvart að það hafi dregið meira úr fordómum gagnvart fólki með þunglyndiseinkenni heldur en fólks með geðklofaeinkenni,“ segir Sigrún. Hlutfallslega fleiri telja einstaklinga með geðklofaeinkenni eiga að leita til almenna kerfisins fyrir meðferð miðað við fyrri rannsókn. Við rannsóknina kom einnig fram að verulegur hluti almennings sé tilbúinn til að neyða einstaklinga með þunglyndis- og geðklofaeinkenni að leita sér aðstoðar. Sigrún segir það þó sína upplifun að fólk sé ekki að mæla með því að lögregla dragi fólk út af heimilum sínum og á heilsugæslu, heldur frekar að svörin endurspegli jákvætt viðhorf gagnvart því að fólk leiti sér hjálpar. Þó sé vissulega eflaust hluti fólks sem er hrætt við einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál, enda fólk hrætt við það sem það þekkir ekki, auk þess sem mikil öryggis- og reglumenning er hér á landi. Færri virðast nú vilja skylda fólk með þunglyndiseinkenni til að leggjast inn á spítala eða geðdeild heldur en í fyrri rannsókn. „Það sem mér finnst kannski sérstaklega áhugavert þarna er að sjá að það virðist vera einhver færsla úr geðheilbrigðiskerfinu, og að fara í þessi alvarlegri úrræði, og yfir í almenna heilbrigðiskerfið. Þar getum við velt fyrir okkur hvort að það sé komin sú hugsun í auknum mæli að það sé mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar fyrr,“ segir Sigrún. Grunnpunktur fyrir frekari rannsóknir Markmiðið með rannsókninni er að varpa ljósi á stöðuna og breytingu frá fyrri rannsókn auk þess sem henni er ætlað að ná ákveðnum grunnpunkti svo hægt sé að skoða þessi mál nánar í framtíðinni. Við rannsóknina voru einnig skoðað viðhorf við öðrum greiningum, þar á meðal ADHD og fíkn. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands „Það kemur kannski ekki á óvart fordómarnir eru mestir gagnvart fíkninni en til dæmis með ADHD þá erum við að sjá meira svona misvísandi skoðanir. Í sumum tilfellum, eins og til dæmis þegar kemur að því að vera vinur eða verja tíma með þeim, þá eru þar jafnvel jákvæð viðhorf en síðan til dæmis um leið og það kemur að því að vinna náið með þeim þá er svarið bara nei,“ segir Sigrún. Einnig er hægt að skoða mismunandi viðhorf gagnvart körlum og konum með mismunandi einkenni og síðan gagnvart þeim sem eru fæddir á Íslandi og þeim sem eru með erlendan bakgrunn. Niðurstöður þar liggja ekki fyrir að svo stöddu en Sigrún bendir á rannsóknir frá Bandaríkjunum sem sýna meiri fordóma ef fólk er að sýna einkenni sem eru andstæð hinum hefðbundnu kynjahlutverkum, til að mynda ef karlar glíma við þunglyndi og konur við fíkn. Einblína þurfi mögulega á alvarlegri geðræn vandamál Hægt sé að draga ákveðinn lærdóm af rannsókninni. „Það hefur náðst mælanlegur árangur og þá sérstaklega varðandi þunglyndið en það má samt ekki gleyma að það eru enn þá greinilega mælanlegir fordómar gagnvart fólki með þunglyndiseinkenni. Hugsanlega er það sem við getum lært af þessu að við sjáum að það er mjög fjölbreytt landslag varðandi mismunandi geðgreiningar og geðræn vandamál,“ segir Sigrún. „Kannski erum við að standa okkur betur í því að draga úr fordómum á ákveðnum greiningum og svo, sem að líka hefur gerst annars staðar, hafa kannski það sem við myndum oft tala um sem alvarlegri geðræn vandamál svolítið setið eftir, og við þurfum að einbeita okkur að því líka að draga úr fordómum þar,“ segir hún enn fremur. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. 5. september 2022 13:21 „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Um er að ræða rannsókn á fordómum almennings á Íslandi sem var fyrst framkvæmd árið 2006 sem hluti af alþjóðlegri rannsókn. Rannsóknin var endurtekin í ár af Geðhjálp undir forystu Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stýrði einnig rannsókninni 2006. Er þetta byrjun á mælingum sem stefnt er á að verði hér eftir gerðar á um tveggja ára fresti. „Eins og búast mátti við þá eru meiri fordómar gagnvart fólki með einkenni geðklofa heldur en fólki einkenni þunglyndis en kannski stærsta sagan er sú að að það dregur verulega úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en mun minna gagnvart fólki með einkenni geðklofa,“ segir Sigrún. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þó það hafi dregið úr fordómum þá eru þeir óneitanlega enn til staðar.“ Eins og staðan er í dag eru rúmlega sextán prósent landsmanna á þunglyndislyfjum, eða um 61 þúsund manns, og eitt prósent á lyfjum við geðklofa, eða um fjögur þúsund. Fordómar skoðaðir út frá nokkrum sjónarhornum Við rannsóknina voru fordómar skoðaðir út frá nokkrum mismunandi sjónarhornum en að sögn Sigrúnar geta fordómar verið að minnka á einum stað en aukast annars staðar. „Ef við hugsum um umræðuna eins og hún er núna og hvað margt breyst mikið á sextán árum, þá er kannski hluti af manni sem hugsar, eru einhverjir fordómar á Íslandi? Við heyrum orðræðuna um að það séu ekki fordómar lengur en þá kannski frekar frá fólki sem hefur ekki átt við geðræn vandamál að stríða eða upplifað fordóma sjálft,“ segir Sigrún. Meðal þess sem var skoðað var hvort fólk vilji eiga samskipti við umrædda aðila, hvort þeir séu í grundvallaratriðum öðruvísi en aðrir, hvort það sem fólk telur sjálfsögð borgaraleg réttindi eiga við um umrædda einstaklinga, hvort fólki finnist óþægilegt að vera nálægt umræddum einstaklingum, áhrif meðferðar og þess að segja frá, og hvort einstaklingur sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum. Fordómar vegna þunglyndiseinkenna minnka talsvert Niðurstöður rannsóknarinnar í ár sýna að dregið hafi úr fordómum gagnvart einstaklingum með þunglyndiseinkenni en þeir séu áfram talsvert útbreiddir. Hlutfall fólks sem telur fólk með þunglyndi ekki eiga að hugsa um börn minnkar talsvert milli rannsókna og er sömu sögu að segja af viðhorfi fólks til að slíkir einstaklingar giftist inn í fjölskylduna. Fimmtán prósent svarenda vilja ekki að einstaklingur með þunglyndiseinkenni gegni opinberu embætti, samanborið við 29 prósent árið 2006, tuttugu prósent telja að viðkomandi ætti ekki að hafa umsjón með öðrum á vinnustað, var 24 prósent í fyrri rannsókn, 58 prósent vilja ekki að viðkomandi sjái um börn, var 73 prósent, og þrjátíu prósent vilja ekki að viðkomandi giftist einhverjum sem þau þekkja, var 39 prósent. Einn af hverjum fimm vill ekki leyfa fólki með þunglyndi að hafa umsjón með öðrum á vinnustað og minnkar það hlutfall lítilega milli rannsókna. Munurinn er meiri þegar kemur að því að fólk fái að gegna opinberum embættum eða kenna börnum. 64 prósent töldu fólk með þunglyndiseinkenni líklega til að beita sjálfan sig ofbeldi og fjögur prósent töldu þá líklega til að beita aðra ofbeldi. 87 prósent vilja ekki að einstaklingur með geðklofaeinkenni hugsi um börn Fordómar gagnvart einstaklingum með einkenni geðklofa breytast hægar og síður. Þá mátti jafnvel sjá hlutfalls aukningu í ákveðnum spurningum, þó hún sé ekki marktæk. Lítill munur er frá árinu 2006 á viðhorfi fólks til að fólk með geðklofa eigi að fá að hugsa um börn og er aukning milli ára á fólki sem vill ekki að slíkir einstaklingar giftist inn í fjölskylduna. 87 prósent vilja ekki að einstaklingur með geðklofseinkenni hugsi um börn, samanborið við 89 prósent árið 2006, 53 prósent vilja ekki að viðkomandi giftist inn í fjölskylduna, sem er aukning um þrjú prósent frá síðustu rannsókn, 39 prósent telja að viðkomandi ætti ekki að gegna opinberum embættum, var 46 prósent árið 2006, og 35 prósent telja viðkomandi ekki eiga að hafa umsjón með öðrum á vinnustað, var 38 prósent. 64 prósent töldu fólk með geðklofaeinkenni líkleg til að beita sjálfa sig ofbeldi og fimmtán prósent töldu þá líklega til að beita aðra ofbeldi. Rúmlega þriðjungur vill ekki leyfa fólki með geðklofa að gegna opinberum embættum, kenna börnum eða hafa umsjón með öðrum á vinnustað. Að sögn Sigrúnar er þó vert að hafa til hliðsjónar að það sé ekki alltaf um hreina fordóma að ræða, sumum líki einfaldlega ekki við annað fólk. Var því bætt við hluta þar sem sömu spurningar voru lagðar fyrir um fólk sem glímir við dagleg vandamál og myndu ekki fá greiningu. 34 prósent svöruðu að slíkir einstaklingar ættu ekki að hugsa um börn, 16 prósent vildu ekki vinna náið með þeim, og 18 prósent vildu ekki vera vinur þeirra, meðal annars. Svo virðist sem ekki sé alltaf um hreina fordóma að ræða. Marktækur munur er þó þegar kemur að auknum fordómum í garð þeirra sem eru með geðklofaeinkenni. Fleiri vilja neyða fólk til að leita sér aðstoðar Aðspurð um hvort eitthvað hafi komið henni á óvart í niðurstöðunum segir Sigrún það kannski helst hversu lítið það hefur dregið úr fordómum gegn fólki með geðklofaeinkenni. „Að sumu leyti hefði ég búist við því að það væru enn þá minni fordómar en við finnum núna í gögnunum, en það kemur mér aftur á móti ekki á óvart að það hafi dregið meira úr fordómum gagnvart fólki með þunglyndiseinkenni heldur en fólks með geðklofaeinkenni,“ segir Sigrún. Hlutfallslega fleiri telja einstaklinga með geðklofaeinkenni eiga að leita til almenna kerfisins fyrir meðferð miðað við fyrri rannsókn. Við rannsóknina kom einnig fram að verulegur hluti almennings sé tilbúinn til að neyða einstaklinga með þunglyndis- og geðklofaeinkenni að leita sér aðstoðar. Sigrún segir það þó sína upplifun að fólk sé ekki að mæla með því að lögregla dragi fólk út af heimilum sínum og á heilsugæslu, heldur frekar að svörin endurspegli jákvætt viðhorf gagnvart því að fólk leiti sér hjálpar. Þó sé vissulega eflaust hluti fólks sem er hrætt við einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál, enda fólk hrætt við það sem það þekkir ekki, auk þess sem mikil öryggis- og reglumenning er hér á landi. Færri virðast nú vilja skylda fólk með þunglyndiseinkenni til að leggjast inn á spítala eða geðdeild heldur en í fyrri rannsókn. „Það sem mér finnst kannski sérstaklega áhugavert þarna er að sjá að það virðist vera einhver færsla úr geðheilbrigðiskerfinu, og að fara í þessi alvarlegri úrræði, og yfir í almenna heilbrigðiskerfið. Þar getum við velt fyrir okkur hvort að það sé komin sú hugsun í auknum mæli að það sé mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar fyrr,“ segir Sigrún. Grunnpunktur fyrir frekari rannsóknir Markmiðið með rannsókninni er að varpa ljósi á stöðuna og breytingu frá fyrri rannsókn auk þess sem henni er ætlað að ná ákveðnum grunnpunkti svo hægt sé að skoða þessi mál nánar í framtíðinni. Við rannsóknina voru einnig skoðað viðhorf við öðrum greiningum, þar á meðal ADHD og fíkn. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands „Það kemur kannski ekki á óvart fordómarnir eru mestir gagnvart fíkninni en til dæmis með ADHD þá erum við að sjá meira svona misvísandi skoðanir. Í sumum tilfellum, eins og til dæmis þegar kemur að því að vera vinur eða verja tíma með þeim, þá eru þar jafnvel jákvæð viðhorf en síðan til dæmis um leið og það kemur að því að vinna náið með þeim þá er svarið bara nei,“ segir Sigrún. Einnig er hægt að skoða mismunandi viðhorf gagnvart körlum og konum með mismunandi einkenni og síðan gagnvart þeim sem eru fæddir á Íslandi og þeim sem eru með erlendan bakgrunn. Niðurstöður þar liggja ekki fyrir að svo stöddu en Sigrún bendir á rannsóknir frá Bandaríkjunum sem sýna meiri fordóma ef fólk er að sýna einkenni sem eru andstæð hinum hefðbundnu kynjahlutverkum, til að mynda ef karlar glíma við þunglyndi og konur við fíkn. Einblína þurfi mögulega á alvarlegri geðræn vandamál Hægt sé að draga ákveðinn lærdóm af rannsókninni. „Það hefur náðst mælanlegur árangur og þá sérstaklega varðandi þunglyndið en það má samt ekki gleyma að það eru enn þá greinilega mælanlegir fordómar gagnvart fólki með þunglyndiseinkenni. Hugsanlega er það sem við getum lært af þessu að við sjáum að það er mjög fjölbreytt landslag varðandi mismunandi geðgreiningar og geðræn vandamál,“ segir Sigrún. „Kannski erum við að standa okkur betur í því að draga úr fordómum á ákveðnum greiningum og svo, sem að líka hefur gerst annars staðar, hafa kannski það sem við myndum oft tala um sem alvarlegri geðræn vandamál svolítið setið eftir, og við þurfum að einbeita okkur að því líka að draga úr fordómum þar,“ segir hún enn fremur.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. 5. september 2022 13:21 „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. 5. september 2022 13:21
„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49