Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 08:00 Mía Georgsdóttir vel merkt Marokkó. vísir/helena Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir. „Þetta var mjög, mjög, mjög stressandi. Ég vissi ekki að ég myndi vera svona stressuð. Þetta var eins og fæðing. Þetta var ótrúlega mikið stress,“ sagði Mía í samtali við Vísi í gær. Mía er nýkomin frá heimaborg sinni, Casablanca, þar sem íbúar hafa tekið HM-sóttina eins og í öðrum borgum Marokkó. Hakim Ziyech og Achraf Hakimi eru stærstu stjörnur marokkóska liðsins.getty/Catherine Ivill „Þetta er glæsileg stemmning. Mig langaði svo að fara þangað og upplifa þetta með fjölskyldunni. Ég tók tólf ára son minn með mér til að finna aðeins fyrir þessu. Þetta er ólýsanlegt og æðislegt að upplifa þetta með fjölskyldunni,“ sagði Mía sem hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Þrátt fyrir að Marokkó eigi leikmenn í stórliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea, Bayern München, Sevilla og Fiorentina segir Mía að væntingarnar til liðsins hafi verið nokkuð hóflegar. „Ég vissi að liðið væri sterkt og það var æðislegt og ótrúlega gaman þegar þetta byrjaði en ég var ekki með neinar væntingar. En ég er bara svo glöð og það er yndislegt að liðið hafi komið svona á óvart,“ sagði Mía. Klippa: Stolt af óvæntum árangri Marokkó Marokkó mætir Portúgal í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Mía hefur mikla trú á sínum mönnum í leiknum stóra. „Það er ekkert annað að gera en að vera bjartsýn. Þetta er rosalegt sterkt lið og allir berjast eins og ljón. Maður sér að þeir leggja sig fram af öllu hjarta. Við vonum það besta,“ sagði Mía. Mía hefur búið hér á landi í 23 ár.vísir/rakel „Portúgal er með rosalegt sterkt lið og ég er ekki með neinar væntingar. En ég veit að liðið berst eins og það hefur gert hingað til í mótinu.“ Eftirlætis leikmenn Míu í marokkóska liðinu eru tveir. Annars vegar kantmaðurinn Sofiane Boufal sem leikur með Angers í Frakklandi og hins vegar markvörðurinn Bono sem leikur með Sevilla. Hann hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum Marokkó á HM og varði tvær spyrnur frá leikmönnum Spánar í vítakeppninni í leiknum í fyrradag. Sofiane Boufal átti frábæra spretti í leiknum gegn Spáni.getty/Clive Brunskill „Allir leikmennirnir eru frábærir og maður bjóst ekki við að hver einn og einasti þeirra myndi berjast svona mikið. En Boufal skaraði fram úr í gær [í fyrradag]. Hann var alveg rosalega duglegur, hljóp út um allt og ég var stolt af honum,“ sagði Mía. „Svo er það auðvitað Bono. Hann er aðalmálið og aðal leikmaður dagsins í gær [í fyrradag].“ Samherjar Bonos tolleruðu hann eftir hetjudáðirnar í vítakeppninni gegn Spáni.getty/Shaun Botterill Mía hefur svo mikið álit á þjálfara Marokkó, Walid Regragui, sem tók við liðinu í lok ágúst. Hann hefur stýrt Marokkóum í sjö leikjum. Fjórir hafa unnist og þrír endað með jafntefli. „Hann heldur liðinu saman og það er frábært hvernig hann sameinar alla. Hann er frábær þjálfari. Hann er aðalmaðurinn og það er honum að þakka að allt liðið er frábært,“ sagði Mía. Walid Regragui er enn ósigraður sem þjálfari Marokkó.getty/Alexander Hassenstein Hún vonast til að Íslendingar geti farið að fordæmi Marokkóa og tekið skref fram á við á fótboltavellinum. „Ég elska Ísland alveg eins og Marokkó og hef búið hérna jafn lengi og þar. Ég vona virkilega að Íslendingar rífi sig upp. Þetta er frábært lið og hættið þessari neikvæðni. Það vantar bara smá ást, vilja og dugnað. Ég vona að Íslendingar finni sömu gleði og við Marokkóar finnum,“ sagði Mía að lokum. HM 2022 í Katar Marokkó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
„Þetta var mjög, mjög, mjög stressandi. Ég vissi ekki að ég myndi vera svona stressuð. Þetta var eins og fæðing. Þetta var ótrúlega mikið stress,“ sagði Mía í samtali við Vísi í gær. Mía er nýkomin frá heimaborg sinni, Casablanca, þar sem íbúar hafa tekið HM-sóttina eins og í öðrum borgum Marokkó. Hakim Ziyech og Achraf Hakimi eru stærstu stjörnur marokkóska liðsins.getty/Catherine Ivill „Þetta er glæsileg stemmning. Mig langaði svo að fara þangað og upplifa þetta með fjölskyldunni. Ég tók tólf ára son minn með mér til að finna aðeins fyrir þessu. Þetta er ólýsanlegt og æðislegt að upplifa þetta með fjölskyldunni,“ sagði Mía sem hefur búið hér á landi í rúm tuttugu ár. Þrátt fyrir að Marokkó eigi leikmenn í stórliðum á borð við Paris Saint-Germain, Chelsea, Bayern München, Sevilla og Fiorentina segir Mía að væntingarnar til liðsins hafi verið nokkuð hóflegar. „Ég vissi að liðið væri sterkt og það var æðislegt og ótrúlega gaman þegar þetta byrjaði en ég var ekki með neinar væntingar. En ég er bara svo glöð og það er yndislegt að liðið hafi komið svona á óvart,“ sagði Mía. Klippa: Stolt af óvæntum árangri Marokkó Marokkó mætir Portúgal í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Mía hefur mikla trú á sínum mönnum í leiknum stóra. „Það er ekkert annað að gera en að vera bjartsýn. Þetta er rosalegt sterkt lið og allir berjast eins og ljón. Maður sér að þeir leggja sig fram af öllu hjarta. Við vonum það besta,“ sagði Mía. Mía hefur búið hér á landi í 23 ár.vísir/rakel „Portúgal er með rosalegt sterkt lið og ég er ekki með neinar væntingar. En ég veit að liðið berst eins og það hefur gert hingað til í mótinu.“ Eftirlætis leikmenn Míu í marokkóska liðinu eru tveir. Annars vegar kantmaðurinn Sofiane Boufal sem leikur með Angers í Frakklandi og hins vegar markvörðurinn Bono sem leikur með Sevilla. Hann hefur haldið hreinu í þremur af fjórum leikjum Marokkó á HM og varði tvær spyrnur frá leikmönnum Spánar í vítakeppninni í leiknum í fyrradag. Sofiane Boufal átti frábæra spretti í leiknum gegn Spáni.getty/Clive Brunskill „Allir leikmennirnir eru frábærir og maður bjóst ekki við að hver einn og einasti þeirra myndi berjast svona mikið. En Boufal skaraði fram úr í gær [í fyrradag]. Hann var alveg rosalega duglegur, hljóp út um allt og ég var stolt af honum,“ sagði Mía. „Svo er það auðvitað Bono. Hann er aðalmálið og aðal leikmaður dagsins í gær [í fyrradag].“ Samherjar Bonos tolleruðu hann eftir hetjudáðirnar í vítakeppninni gegn Spáni.getty/Shaun Botterill Mía hefur svo mikið álit á þjálfara Marokkó, Walid Regragui, sem tók við liðinu í lok ágúst. Hann hefur stýrt Marokkóum í sjö leikjum. Fjórir hafa unnist og þrír endað með jafntefli. „Hann heldur liðinu saman og það er frábært hvernig hann sameinar alla. Hann er frábær þjálfari. Hann er aðalmaðurinn og það er honum að þakka að allt liðið er frábært,“ sagði Mía. Walid Regragui er enn ósigraður sem þjálfari Marokkó.getty/Alexander Hassenstein Hún vonast til að Íslendingar geti farið að fordæmi Marokkóa og tekið skref fram á við á fótboltavellinum. „Ég elska Ísland alveg eins og Marokkó og hef búið hérna jafn lengi og þar. Ég vona virkilega að Íslendingar rífi sig upp. Þetta er frábært lið og hættið þessari neikvæðni. Það vantar bara smá ást, vilja og dugnað. Ég vona að Íslendingar finni sömu gleði og við Marokkóar finnum,“ sagði Mía að lokum.
HM 2022 í Katar Marokkó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira