Lífið

Tryllt stemning þegar liðið komst í úrslitin

Stefán Árni Pálsson skrifar
aafaf

Seinni undanúrslitaviðureignin í Kviss fór fram á laugardagskvöldið. Þar mættust Afturelding og Leiknir.

Í liðið Aftureldingar voru þeir Steindi og Dóri DNA og í liði Leiknis mættu þau Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska.

Hannes hafði áður mætt þeim félögum áður í Kviss þegar hann var með Valsliðinu og sló hann þá félaga út síðast þegar hann mætti Aftureldingu.

Að þessu sinni var viðureignin mjög spennandi og réðust úrslitin undir lokin þegar komið var að flokknum þrjú hint. Fyrir þá spurningu munaði sex stigum á liðunum og sex stig í pottinum.

Spurt var um fyrirbæri og sæti í úrslitaviðureigninni undir. Annað liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitin og mæta þar KR í beinni útsendingu á Stöð 2.

Klippa: Tryllt stemning þegar liðið komst í úrslitin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.