Íslenski boltinn

Breiða­blik heldur á­fram að sækja leik­menn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, og Mikaela Nótt.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, og Mikaela Nótt. Breiðablik

Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún kemur frá Haukum en var í láni hjá Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.

Hin 18 ára gamla Mikaela Nótt er fjölhæfur varnarmaður sem hefur dágóða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands sem og hún hefur spilað alls 55 KSÍ leiki fyrir Hauka og Val.

Hún var lánuð til Vals síðasta sumar er Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Mikaela Nótt kom við sögu í alls fimm leikjum, fjórum í deild og einum í bikar. 

Mikaela Nótt er þriðji leikmaðurinn sem Breiðablik fær í sínar raðir síðan Íslandsmótinu lauk. Katrín Ásbjörnsdóttir kom frá Stjörnunni og Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×