Innlent

Hefja leit að nýju við birtingu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Páll Geirdal, skipherra, og Eiríkur Bragason, yfirstýrimaður, fara yfir leitarferla dagsins.
Páll Geirdal, skipherra, og Eiríkur Bragason, yfirstýrimaður, fara yfir leitarferla dagsins. Landhelgisgæslan

Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá klukkan tíu i morgun, en þá tóku alls átta skip þátt í aðgerðum, varðskipið Þór, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk annarra skipa og báta. Fimm skip bættust við leitina eftir hádegi sem og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að skilyrði hafi verið ágæt í dag og að leitað hafi verið á stóru svæði um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga.

Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu.

https://www.facebook.com/Landhelgisgaeslan/posts/512688390890416

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×