Innlent

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Einn af bekkjunum í skólanum, sem mættu í "Kakókot" í síðutu viku til þeirra Lovísu og Gullu, sem sjá um viðburðinn nú á aðventunni.
Einn af bekkjunum í skólanum, sem mættu í "Kakókot" í síðutu viku til þeirra Lovísu og Gullu, sem sjá um viðburðinn nú á aðventunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Það er Lovísa Björk Sigurðardóttir, starfsmaður skólans, sem átti hugmyndina að “Kakókotinu” fyrir að verða 20 árum síðan og hefur það alltaf verið haldið á aðventunni fyrir alla nemendur skólans, sem eru um 140. Engin bekkur veit fyrir fram hvenær þau verða kölluð inn í “Kakókotið” og því alltaf mikil spennan þegar Lovía Björk mætir og bankar á einhverja hurð kennslustofu og bíður krökkunum að koma. 

En um hvað snýst stundin?

„Hún snýst bara um það að hafa kósí stund í byrjun aðventu og fá jólin í hjartað og það er svo sannarlega að heppnast hjá okkur á hverju einasta ári. Við erum að bjóða þeim upp á piparkökur og kakó, sem við útbúum sjálf hérna á morgnanna,” segir Lovísa Björk og bætir við.

Það er Lovísa Björk Sigurðardóttir, starfsmaður skólans, sem átti hugmyndina að “Kakókotinu” fyrir að verða 20 árum síðan og hefur það alltaf verið haldið á aðventunni fyrir alla nemendur skólans, sem eru um 140.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þau eru virkilega að spyrja mig hérna á daginn, hvenær komum við, þau eru rosalega spennt, þau fá ekkert að vita, þetta er algjört hernaðarleyndarmál.”

Eftir að nemendurnir hafa drukkið kakóið sitt með nokkrum piparkökum borga þau fyrir sig með fallegum jólasöng.

"Kakókotið" hefur algjörlega slegið í gegn í Grunnskólanum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×