Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 11:01 Mun Cho Gue-sung vinna þýskan dansþátt eins og Rúrik Gíslason. vísir/getty Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit. HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Cho skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 3-2 tapinu fyrir Gana með flottum kollspyrnum. Það hafði sitt að segja með auknar vinsældir hans á samfélagsmiðlar að gera en einnig að Cho þykir með myndarlegri mönnum. Fyrir HM var hann með um tuttugu þúsund fylgjendur á Instagram. Núna eru þeir 1,6 milljónir. Þokkalegasta ávöxtun þar á ferðinni. Áreitið á Cho er mikið og hann neyddist til að slökkva á símanum sínum vegna fjölda skilaboða, bónorða og annars í þeim dúr. „Hann þurfti að fá smá hvíld. Síminn hans var á fullu alla nóttina og hélt fyrir honum vöku. Hann reyndi að einbeita sér að fótboltanum en skilaboðin hrönnuðust inn,“ sagði suður-kóreski blaðamaðurinn Seo Jung-hwan í frétt The Athletic um ótrúlegar vinsældir Chos. South Korea striker Cho Gue-sung has had to switch off his phone.He's gone from having thousands of Instagram followers at the start of the World Cup to 1.6m and counting.Not because of his goals, but because he's so ridiculously handsome.@DTathletic on the hashtag hunk.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 2, 2022 Þær minna um margt á athyglina sem Rúrik fékk á HM í Rússlandi. Hann vakti þar ekki bara athygli fyrir frammistöðu sína inni á vellinum heldur einnig fyrir fegurð og þokka. Rúrik varð skyndilega stjarna á Instagram og vinsældir hans þar opnuðu ýmsar dyr fyrir hann. Hann hefur meðal annars leikið í bíómynd, setið fyrir í frægum tímaritum og vann dansþátt í Þýskalandi. Cho og félagar hans í suður-kóreska landsliðinu mæta Portúgal í lokaleik sínum í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Suður-Kórea þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit í leik Gana og Úrúgvæ til að komast í sextán liða úrslit.
HM 2022 í Katar HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira