Forseti Suður-Afríku í bobba vegna spillingarásakana Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 15:33 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þegar hann bar af sér sakir um spillingu í þinginu í september. AP/Nardus Engelbrecht Kallað var eftir afsögn Cyrils Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi mögulega framið lögbrot í tengslum við fyrirtæki í eigu hans. Forsetinn hafnar ásökununum. Arthur Fraser, fyrrverandi yfirmaður suðurafrísku leyniþjónustunnar, sakaði Ramaphosa um að hafa reynt að leyna því að háum fjárhæðum af földu fé hefði verið stolið af búgarði hans árið 2020. Féð hafi meðal annars verið falið í húsgögnum. Forsetinn hefði gerst sekur um peningaþvætti og brot á gjaldeyrislögum. Þingnefnd sem rannsakaði ásakanirnar skilaði skýrslu sinni í dag en í henni var varpað fram spurningum um uppruna fjárins og hvers vegna Ramaphosa hefði ekki gefið það upp. Hagsmunaárekstrar hafi mögulega verið á milli viðskiptaumsvifa og opinberra starfa forsetans. Hann kunni að hafa brotið lög gegn spillingu, að sögn AP-fréttatstofunnar. Ramaphosa heldur því fram að féð hafi verið ágóða af sölu dýra á búgarðinum. Þrátt fyrir það hefur stjórnarandstaðan og andstæðingar hans innan Afríska þjóðarráðsins (ANC) krafist þess að segi af sér vegna málsins. Framkvæmdastjórn ANC ætlar að funda um málið í kvöld og eru örlög forsetans sögð geta ráðist þar. Ramaphosa sækist eftir endurkjöri sem flokksleiðtogi á landsfundi í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram árið 2024. Skýrslan verður rædd á suðurafríska þinginu á þriðjudag. Þingheimur gæti mögulega greitt atkvæði um að kæra forsetann fyrir embættisbrot. Suður-Afríka Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Arthur Fraser, fyrrverandi yfirmaður suðurafrísku leyniþjónustunnar, sakaði Ramaphosa um að hafa reynt að leyna því að háum fjárhæðum af földu fé hefði verið stolið af búgarði hans árið 2020. Féð hafi meðal annars verið falið í húsgögnum. Forsetinn hefði gerst sekur um peningaþvætti og brot á gjaldeyrislögum. Þingnefnd sem rannsakaði ásakanirnar skilaði skýrslu sinni í dag en í henni var varpað fram spurningum um uppruna fjárins og hvers vegna Ramaphosa hefði ekki gefið það upp. Hagsmunaárekstrar hafi mögulega verið á milli viðskiptaumsvifa og opinberra starfa forsetans. Hann kunni að hafa brotið lög gegn spillingu, að sögn AP-fréttatstofunnar. Ramaphosa heldur því fram að féð hafi verið ágóða af sölu dýra á búgarðinum. Þrátt fyrir það hefur stjórnarandstaðan og andstæðingar hans innan Afríska þjóðarráðsins (ANC) krafist þess að segi af sér vegna málsins. Framkvæmdastjórn ANC ætlar að funda um málið í kvöld og eru örlög forsetans sögð geta ráðist þar. Ramaphosa sækist eftir endurkjöri sem flokksleiðtogi á landsfundi í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram árið 2024. Skýrslan verður rædd á suðurafríska þinginu á þriðjudag. Þingheimur gæti mögulega greitt atkvæði um að kæra forsetann fyrir embættisbrot.
Suður-Afríka Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira