Einar Kárason segir fjölmarga úr sínum röðum hafa brugðist listinni Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 11:01 Einar Kárason segir að ef eitthvað eigi á að vera múrbrjótur á móti fasisma og miðaldahugsun, þá eru það frjálslyndar stjórnmálahreyfingar og höfundasambönd. En því sé ekki að heilsa. vísir/vilhelm Einar Kárason rithöfundur segist ekki skilja í þeirri hugmyndafræði að vilja banna gömul listaverk, bækur og kvikmyndir. Einar, sem er einn farsælasti rithöfundur Íslands, var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann fékk yfir sig holskeflu af reiði og vandlætingar á vefnum eftir að hafa tekið upp hanskann fyrir J.K Rowling, höfund Harry Potter bókanna og Sölvi vildi gjarnan ræða það. „Mér finnst það í stuttu máli algjörlega ömurleg þróun sem hefur verið í gangi, þar sem fólk er farið að taka bæði nútímalistaverk og klassísk listaverk og ráðast gegn þeim, útbreiðslu þeirra, sölu og útgáfu. Þetta er herfileg þróun. Það merkilega er að það eru vissir hópar sem standa fyrir því að vilja banna hluti sem eru mjög ólíkir innbyrðis,“ segir Einar um þessa öfugsnúnu þróun, sem honum finnst hafa verið á undanförnum árum. „Víðsýni hópurinn“ orðinn verri en bókstafstrúarfólkið Varðandi ritskoðunaráráttu, sem ætti í prinsippinu að vera eitur í beinum allra listamanna, þá kom að sögn Einars fyrsta bylgjan í þeim efnum frá kristnum strangtrúarmönnum í Bandaríkjunum sem listamenn hafi átt nokkuð hægt með að setja sig á móti. „Þeir vildu láta banna allan fjandann, af því að það væri ekki nægur kristilegur andi í verkum eða andkristilegur andi. Síðan koma ofurfrjálslyndir og fólk af vinstri kantinum, orðið „woke“ nær að einhverju leyti yfir þetta. Það fer að gera aðsúg að bókum og listaverkum af því að því líkar ekki eitthvað í titlinum eða frásögninni!“ Einar segir að nú hafi nærri 3 þúsund bækur verið af markaði í Bandaríkjunum í fyrra vegna þrýstings frá ólíkum hópum. „Og þessi frjálslyndi og víðsýni hópur er í raun orðinn afkastameiri í þessu. Svo eru útgefendur mjög viðkvæmir fyrir árásum frá hópum af þessu tagi, af því að það gengur allt út á ímyndina.” Einar segir eitt að gera aðsúg að styttum sem honum finnst reyndar gengið út í öfgar. „En svo er þetta farið að ná yfir í tónlist, ljóðlist og bókmenntir frá mönnum sem höfðu vitlausa afstöðu fyrir mörg hundruð árum. Þetta er algjörlega ömurleg þróun af því að listir eiga að vera vettvangur frjálsrar hugsunar. Þetta er farið að ganga gegn því dýrmætasta í okkar menningararfi eins og Passíusálmunum.“ „Með slátrið milli fóta“ Einar segist ekki nenna að ræða í þaula þetta þegar hann tók upp hanskann fyrir J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna en ummæli hennar í þá veru að kynin væru aðeins tvö fóru öfugt ofan í aktívista í kynjafræðum. „Til að byrja með var útgangspunkturinn sá að konur ættu ekki að þurfa að koma inn í sturtuklefa þar sem einhver væri með slátrið milli fótanna. En svo fór hún á Twitter og sagði hluti sem ég er ekki endilega sammála. En þetta er einn af mikilvægustu rithöfundum okkar samtíma. Það eru heilu kynslóðirnar sem eru orðnar að bókafólki út af Harry Potter bókunum.“ Einar fékk á baukinn af æstum netverjum fyrir að vilja bera blak að Rowling, sem er sök sér en verra að þar vildu einnig þeir höggva er hlífa skyldu. „Það var mjög skrýtið fyrir mig að átta mig á því að það væri upp til hópa fólk úr mínum eigin flokki, Samfylkingunni og fólk úr rithöfundasambandinu sem var að ráðast á það sem ég sagði. Ef að eitthvað á að vera múrbrjótur á móti fasisma og miðaldahugsun, þá eru það frjálslyndar stjórnmálahreyfingar og höfundasambönd.“ Samfélagsmiðlar Málefni trans fólks Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Einar, sem er einn farsælasti rithöfundur Íslands, var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann fékk yfir sig holskeflu af reiði og vandlætingar á vefnum eftir að hafa tekið upp hanskann fyrir J.K Rowling, höfund Harry Potter bókanna og Sölvi vildi gjarnan ræða það. „Mér finnst það í stuttu máli algjörlega ömurleg þróun sem hefur verið í gangi, þar sem fólk er farið að taka bæði nútímalistaverk og klassísk listaverk og ráðast gegn þeim, útbreiðslu þeirra, sölu og útgáfu. Þetta er herfileg þróun. Það merkilega er að það eru vissir hópar sem standa fyrir því að vilja banna hluti sem eru mjög ólíkir innbyrðis,“ segir Einar um þessa öfugsnúnu þróun, sem honum finnst hafa verið á undanförnum árum. „Víðsýni hópurinn“ orðinn verri en bókstafstrúarfólkið Varðandi ritskoðunaráráttu, sem ætti í prinsippinu að vera eitur í beinum allra listamanna, þá kom að sögn Einars fyrsta bylgjan í þeim efnum frá kristnum strangtrúarmönnum í Bandaríkjunum sem listamenn hafi átt nokkuð hægt með að setja sig á móti. „Þeir vildu láta banna allan fjandann, af því að það væri ekki nægur kristilegur andi í verkum eða andkristilegur andi. Síðan koma ofurfrjálslyndir og fólk af vinstri kantinum, orðið „woke“ nær að einhverju leyti yfir þetta. Það fer að gera aðsúg að bókum og listaverkum af því að því líkar ekki eitthvað í titlinum eða frásögninni!“ Einar segir að nú hafi nærri 3 þúsund bækur verið af markaði í Bandaríkjunum í fyrra vegna þrýstings frá ólíkum hópum. „Og þessi frjálslyndi og víðsýni hópur er í raun orðinn afkastameiri í þessu. Svo eru útgefendur mjög viðkvæmir fyrir árásum frá hópum af þessu tagi, af því að það gengur allt út á ímyndina.” Einar segir eitt að gera aðsúg að styttum sem honum finnst reyndar gengið út í öfgar. „En svo er þetta farið að ná yfir í tónlist, ljóðlist og bókmenntir frá mönnum sem höfðu vitlausa afstöðu fyrir mörg hundruð árum. Þetta er algjörlega ömurleg þróun af því að listir eiga að vera vettvangur frjálsrar hugsunar. Þetta er farið að ganga gegn því dýrmætasta í okkar menningararfi eins og Passíusálmunum.“ „Með slátrið milli fóta“ Einar segist ekki nenna að ræða í þaula þetta þegar hann tók upp hanskann fyrir J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna en ummæli hennar í þá veru að kynin væru aðeins tvö fóru öfugt ofan í aktívista í kynjafræðum. „Til að byrja með var útgangspunkturinn sá að konur ættu ekki að þurfa að koma inn í sturtuklefa þar sem einhver væri með slátrið milli fótanna. En svo fór hún á Twitter og sagði hluti sem ég er ekki endilega sammála. En þetta er einn af mikilvægustu rithöfundum okkar samtíma. Það eru heilu kynslóðirnar sem eru orðnar að bókafólki út af Harry Potter bókunum.“ Einar fékk á baukinn af æstum netverjum fyrir að vilja bera blak að Rowling, sem er sök sér en verra að þar vildu einnig þeir höggva er hlífa skyldu. „Það var mjög skrýtið fyrir mig að átta mig á því að það væri upp til hópa fólk úr mínum eigin flokki, Samfylkingunni og fólk úr rithöfundasambandinu sem var að ráðast á það sem ég sagði. Ef að eitthvað á að vera múrbrjótur á móti fasisma og miðaldahugsun, þá eru það frjálslyndar stjórnmálahreyfingar og höfundasambönd.“
Samfélagsmiðlar Málefni trans fólks Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira