Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 11:21 Úkraínsk börn að leik í Kherson-héraði í Úkraínu. AP/Bernat Armangue Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. Sérstök ríkisstofnun sem ætlað er að aðstoða Úkraínumenn á hernumdum svæðum segir að um fimmtán þúsund börn á aldrinum tveggja til sautján ára í Luhansk hafi nýverið verið látin gangast læknisskoðun rússneskra lækna. Þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að sjötíu prósent þeirra þurfi að gangast læknismeðferð í Rússlandi. Það samsvarar um 10.500 börnum sem til stendur að flytja til Rússlands. FOreldrar þessara barna hafa verið hvattir til að sækja um rússnesk vegabréf og opna bankareikninga í rússneskum bönkum. Íbúar á öllum hernumdum svæðum Úkraínu hafa verið hvattir til þess. Úkraínumenn grunar að foreldrar barnanna muni reyna að fylgja þeim til Rússlands og að þeim verði í kjölfarið ekki leyft að ferðast aftur til Úkraínu. Í samræmi við aðrar aðgerðir Rússa Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir þetta í samræmi við aðrar aðgerðir yfirvalda í Rússlandi sem snúi að því að þvinga Úkraínumenn til að flytja af hernumdum svæðum í Úkraínu. Hugveitan segir að Rússar hafi rænt fjölmörgum börnum frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra foreldra. Þetta hefur verið gert jafnvel þó viðkomandi börn séu ekki munaðarlaus. AP birti í október grein um umfangsmikla rannsókn fréttaveitunnar en þar kom fram að jafnvel hefði verið logið að börnunum um að foreldrar þeirra vildu þau ekki lengur. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Buðu börnum í sumarbúðir en skila þeim ekki Nicholas Kristof ferðaðist nýverið til Úkraínu og hefur hann verið að skrifa greinar um þá ferð á vef New York Times. Hann sagði nýverið frá því að í ágúst hefðu Rússar boðið foreldrum í Balakliya, sem var þá í haldi Rússa, að senda börn þeirra í ókeypis sumarbúðir til Rússlands. Þessi ferð átti að taka tvær til þrjár vikur og þótti mörgum þetta gott tilefni til að koma börnum sínum undan linnulausum stórskotaliðsárásum á svæðinu. Alls voru 25 börn frá Balakliya send í þessar sumarbúðir en ekkert þeirra hefur snúið aftur heim, samkvæmt Kristof. Foreldrar sem Kristof ræddi við segjast hafa náð sambandi við börn sín og svo virðist sem komið sé almennilega fram við þau. Þau segjast þó vilja fara heim aftur. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst tólf þúsund börnum hafi verið rænt af Rússum. Talið er að raunverulegur fjöldi sé mun meiri. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Yfirmenn sagðir hafa hvatt til nauðgana Ekkert lát virðist ætla að vera á árásum Rússa á orkuinnviði í Úkraínu en þessum árásum hefur verið lýst sem stríðsglæpum. Veturinn er að ganga í garð í Úkraínu og er þegar byrjaður að hafa áhrif á víglínunum og heimilum óbreyttra borgara. 24. nóvember 2022 13:01 Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29 Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. 23. nóvember 2022 15:32 Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. 23. nóvember 2022 12:09 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Sérstök ríkisstofnun sem ætlað er að aðstoða Úkraínumenn á hernumdum svæðum segir að um fimmtán þúsund börn á aldrinum tveggja til sautján ára í Luhansk hafi nýverið verið látin gangast læknisskoðun rússneskra lækna. Þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að sjötíu prósent þeirra þurfi að gangast læknismeðferð í Rússlandi. Það samsvarar um 10.500 börnum sem til stendur að flytja til Rússlands. FOreldrar þessara barna hafa verið hvattir til að sækja um rússnesk vegabréf og opna bankareikninga í rússneskum bönkum. Íbúar á öllum hernumdum svæðum Úkraínu hafa verið hvattir til þess. Úkraínumenn grunar að foreldrar barnanna muni reyna að fylgja þeim til Rússlands og að þeim verði í kjölfarið ekki leyft að ferðast aftur til Úkraínu. Í samræmi við aðrar aðgerðir Rússa Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir þetta í samræmi við aðrar aðgerðir yfirvalda í Rússlandi sem snúi að því að þvinga Úkraínumenn til að flytja af hernumdum svæðum í Úkraínu. Hugveitan segir að Rússar hafi rænt fjölmörgum börnum frá Úkraínu og ættleitt þau til rússneskra foreldra. Þetta hefur verið gert jafnvel þó viðkomandi börn séu ekki munaðarlaus. AP birti í október grein um umfangsmikla rannsókn fréttaveitunnar en þar kom fram að jafnvel hefði verið logið að börnunum um að foreldrar þeirra vildu þau ekki lengur. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsunar. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Saksóknarar sem AP ræddi við segja mögulegt að beintengja þessi mannrán við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem hefur opinberlega lýst því yfir að hann styðji þessar ættleiðingar. Buðu börnum í sumarbúðir en skila þeim ekki Nicholas Kristof ferðaðist nýverið til Úkraínu og hefur hann verið að skrifa greinar um þá ferð á vef New York Times. Hann sagði nýverið frá því að í ágúst hefðu Rússar boðið foreldrum í Balakliya, sem var þá í haldi Rússa, að senda börn þeirra í ókeypis sumarbúðir til Rússlands. Þessi ferð átti að taka tvær til þrjár vikur og þótti mörgum þetta gott tilefni til að koma börnum sínum undan linnulausum stórskotaliðsárásum á svæðinu. Alls voru 25 börn frá Balakliya send í þessar sumarbúðir en ekkert þeirra hefur snúið aftur heim, samkvæmt Kristof. Foreldrar sem Kristof ræddi við segjast hafa náð sambandi við börn sín og svo virðist sem komið sé almennilega fram við þau. Þau segjast þó vilja fara heim aftur. Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst tólf þúsund börnum hafi verið rænt af Rússum. Talið er að raunverulegur fjöldi sé mun meiri.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Yfirmenn sagðir hafa hvatt til nauðgana Ekkert lát virðist ætla að vera á árásum Rússa á orkuinnviði í Úkraínu en þessum árásum hefur verið lýst sem stríðsglæpum. Veturinn er að ganga í garð í Úkraínu og er þegar byrjaður að hafa áhrif á víglínunum og heimilum óbreyttra borgara. 24. nóvember 2022 13:01 Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29 Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. 23. nóvember 2022 15:32 Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. 23. nóvember 2022 12:09 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Yfirmenn sagðir hafa hvatt til nauðgana Ekkert lát virðist ætla að vera á árásum Rússa á orkuinnviði í Úkraínu en þessum árásum hefur verið lýst sem stríðsglæpum. Veturinn er að ganga í garð í Úkraínu og er þegar byrjaður að hafa áhrif á víglínunum og heimilum óbreyttra borgara. 24. nóvember 2022 13:01
Sakar Rússa enn og aftur um glæpi gegn mannkyni Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa enn of aftur um glæpi gegn mannkyninu eftir að þeir skutu eldflaugum sínum enn og aftur á landið með það að augnamiði að eyðileggja orkuinnviði. 24. nóvember 2022 07:29
Víða rafmagnslaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið Umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu í dag hafa leitt til þess að rafmagnslaust er víða um landið. Minnst þrír eru látnir og níu særðir í Kænugarði og er borgin þar að auki án neysluvatns í kjölfar árásanna. 23. nóvember 2022 15:32
Skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki: Tveggja daga gamalt barn dó í eldflaugaárás á fæðingardeild Þingmenn Evrópuþingsins samþykktu í dag þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli. Nýfætt barn lést í árás Rússa á fæðingardeild í suðurhluta landsins í nótt. 23. nóvember 2022 12:09