Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 10:00 Gissur Guðmundsson, fyrrverandi forseti Heimsamtaka Matreiðslumanna, segist í dag fyrst og fremst ævintýramaður og húsfreyja í Suður Frakklandi, en er þó lungað úr árinu á Indlandi vegna verkefna sem hann er með þar. Gissur hefur borðað ótrúlegustu þjóðarrétti víðs vegar um heiminn. Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eftir ýmsu, ef konan er heima þá vakna ég snemma. Ef hún er í vinnuferð, þá vakna ég seint. Mér þykir gott að vaka seint á kvöldinn og með aldrinum virðist vera sem svefninn sé ekki aðal málið. En þegar frúin er heima leggjum við áherslu á að eiga góðan tíma fyrir okkur áður en hún skellir sér á fullt í vinnuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er frétta sjúklingur. Þannig að fréttirnar á CNN, France24, BBC, Alciara, Indian fréttir eru allt fréttir sem ég fer yfir á morgnana. Síðan eru það tölvupóstarnir, Whatsapp og um það bil fimm kaffibollar. Næst er að huga að hundunum. Því ekki þarf maður að hafa áhyggjur af unglingnum á heimilinu. Hann er alltaf klár í skólann klukkan átta. Þannig að morgnarnir eru bara eins og tími eftir manns eigin huga. Ekkert stress.“ Furðulegasti, eða ógeðslegasti, matur sem þú hefur smakkað? „Það er ekki til neinn ógeðslegur matur, bara furðulegur eftir okkar hefðum. Og satt best að segja er ekki mikið sem kemur mér lengur á óvart í þessum efnum. Enda hef ég borðað hundahamborgara í Suður Kóreu, drukkið snákablóð og borðað snáka í Japan, krókodíla í Flórída, kengúrur í Ástralíu, lifandi orma í Kína og bæði hestaaugu og heila í Kasakstan. Allt er þetta öðruvísi matur en við erum vön og ég viðurkenni að maður þarf að loka á ákveðið svæði í heilanum til þess að geta borðað sumt af þessu eða kyngt því. En þegar uppi er staðið, er þetta matur sem byggir á hefðum og venjum annarra, rétt eins og hákarlinn eða skatan er hjá okkur. En það er alltaf spennandi að prófa framandi mat. Ekki er hann allur góður en þetta er matur sem aðrar þjóðir hafa vanist því að borða og því matur sem okkur ber öllum að virða.“ Gissur segir dagana í Suður Frakklandi mun einfaldari en á Indlandi en þar byrja þeir snemma og klárast seint. Nýverið undirritaði Gissur fimm ára samning um að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í sögu Indlands og segist hann afar stoltur af því verkefni, verandi matreiðslumaður frá litla Íslandi. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? ,,Ég hef verið undanfarið verið mikið á Indlandi þaðan sem ég hef verið með ýmiss verkefni. Nýlega skrifaði ég undir fimm ára samning við Kokkaklúbb Indlands um að stofna fyrsta Kokkalandslið Indlands. Sem er ótrúlega spennandi verkefni sem mér þykir ákaflega vænt um. Enda er ég kokkur frá Íslandi, einum af smærri þjóðum heims, að stofna fyrsta kokkalandsliðið í sögu Indlands, sem telst ein af stærri þjóðum heims.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? ,,Strangt til tekið var ég hættur að vinna þegar að við fluttum til Suður Frakklands fyrir fimm árum síðan og ætlaði því fyrst og fremst að vera húsfrú ef svo má að orði komast. En hef síðan þá tekið að mér mörg verkefni í Indlandi, allt frá sjálfboðavinnu yfir í spennandi verkefni önnur. Í dag er ég því um 170 daga á ári á Indlandi. Þegar ég er þar, eru dagarnir langir. Byrja snemma og klárast seint alla daga nema sunnudaga. Þá reynum við að eyða deginum með fjölskyldu vina minna þar. Hér heima í Suður Frakklandi er dagurinn einfaldari þar sem nokkur tími fer í að svara tölvupóstum og skilaboðum en síðan ver ég drjúgum parti dagsins í Frímerkjasafnið. Enda forfallinn safnari. Annars skiptir mig öllu máli að njóta þess sem ég geri og hafa gaman af því. Stundum meira að segja að haga mér svolítið eins og krakki. En þá líka einfaldlega til þess að njóta hvers augnabliks.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Ég fer allt of seint að sofa á kvöldin. Enda þykir mér kvöldtíminn góður tími fyrir mann sjálfan. Eflaust eru þetta leifar af því að þegar maður starfaði sem kokkur í eldhúsi var maður í eldhúsinu fram að miðnætti. Kom síðan heim til að borða og slaka á og fór því að sofa seint um nætur.“ Kaffispjallið Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eftir ýmsu, ef konan er heima þá vakna ég snemma. Ef hún er í vinnuferð, þá vakna ég seint. Mér þykir gott að vaka seint á kvöldinn og með aldrinum virðist vera sem svefninn sé ekki aðal málið. En þegar frúin er heima leggjum við áherslu á að eiga góðan tíma fyrir okkur áður en hún skellir sér á fullt í vinnuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er frétta sjúklingur. Þannig að fréttirnar á CNN, France24, BBC, Alciara, Indian fréttir eru allt fréttir sem ég fer yfir á morgnana. Síðan eru það tölvupóstarnir, Whatsapp og um það bil fimm kaffibollar. Næst er að huga að hundunum. Því ekki þarf maður að hafa áhyggjur af unglingnum á heimilinu. Hann er alltaf klár í skólann klukkan átta. Þannig að morgnarnir eru bara eins og tími eftir manns eigin huga. Ekkert stress.“ Furðulegasti, eða ógeðslegasti, matur sem þú hefur smakkað? „Það er ekki til neinn ógeðslegur matur, bara furðulegur eftir okkar hefðum. Og satt best að segja er ekki mikið sem kemur mér lengur á óvart í þessum efnum. Enda hef ég borðað hundahamborgara í Suður Kóreu, drukkið snákablóð og borðað snáka í Japan, krókodíla í Flórída, kengúrur í Ástralíu, lifandi orma í Kína og bæði hestaaugu og heila í Kasakstan. Allt er þetta öðruvísi matur en við erum vön og ég viðurkenni að maður þarf að loka á ákveðið svæði í heilanum til þess að geta borðað sumt af þessu eða kyngt því. En þegar uppi er staðið, er þetta matur sem byggir á hefðum og venjum annarra, rétt eins og hákarlinn eða skatan er hjá okkur. En það er alltaf spennandi að prófa framandi mat. Ekki er hann allur góður en þetta er matur sem aðrar þjóðir hafa vanist því að borða og því matur sem okkur ber öllum að virða.“ Gissur segir dagana í Suður Frakklandi mun einfaldari en á Indlandi en þar byrja þeir snemma og klárast seint. Nýverið undirritaði Gissur fimm ára samning um að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í sögu Indlands og segist hann afar stoltur af því verkefni, verandi matreiðslumaður frá litla Íslandi. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? ,,Ég hef verið undanfarið verið mikið á Indlandi þaðan sem ég hef verið með ýmiss verkefni. Nýlega skrifaði ég undir fimm ára samning við Kokkaklúbb Indlands um að stofna fyrsta Kokkalandslið Indlands. Sem er ótrúlega spennandi verkefni sem mér þykir ákaflega vænt um. Enda er ég kokkur frá Íslandi, einum af smærri þjóðum heims, að stofna fyrsta kokkalandsliðið í sögu Indlands, sem telst ein af stærri þjóðum heims.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? ,,Strangt til tekið var ég hættur að vinna þegar að við fluttum til Suður Frakklands fyrir fimm árum síðan og ætlaði því fyrst og fremst að vera húsfrú ef svo má að orði komast. En hef síðan þá tekið að mér mörg verkefni í Indlandi, allt frá sjálfboðavinnu yfir í spennandi verkefni önnur. Í dag er ég því um 170 daga á ári á Indlandi. Þegar ég er þar, eru dagarnir langir. Byrja snemma og klárast seint alla daga nema sunnudaga. Þá reynum við að eyða deginum með fjölskyldu vina minna þar. Hér heima í Suður Frakklandi er dagurinn einfaldari þar sem nokkur tími fer í að svara tölvupóstum og skilaboðum en síðan ver ég drjúgum parti dagsins í Frímerkjasafnið. Enda forfallinn safnari. Annars skiptir mig öllu máli að njóta þess sem ég geri og hafa gaman af því. Stundum meira að segja að haga mér svolítið eins og krakki. En þá líka einfaldlega til þess að njóta hvers augnabliks.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Ég fer allt of seint að sofa á kvöldin. Enda þykir mér kvöldtíminn góður tími fyrir mann sjálfan. Eflaust eru þetta leifar af því að þegar maður starfaði sem kokkur í eldhúsi var maður í eldhúsinu fram að miðnætti. Kom síðan heim til að borða og slaka á og fór því að sofa seint um nætur.“
Kaffispjallið Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir „Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00
Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01
Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01
Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01